Skírnir - 01.04.2010, Page 157
157handritaarfurinn á stríðstímum
Kalda stríðið
Ekki leið langur tími frá stríðslokum í Evrópu þar til önnur heims -
átök voru í sjónmáli. Bandaríkin og Sovétríkin hófu vígbúnaðar-
kapphlaup í upphafi kalda stríðsins og töluverður ótti var við að
átök myndu brjótast út að nýju. Ísland gæti þá aftur orðið skotmark
stríðsaðila vegna legu landsins og varnarstöðvarinnar í Keflavík. Á
næstu árum og áratugum gerðu íslensk stjórnvöld ýmsar áætlanir
um viðbúnað við mögulegu kjarnorkustríði.45 Þar fór lítið fyrir
varðveislu menningarverðmæta, en í október 1953 var þó lögð fram
þingsályktunartillaga þar sem hvatt var til þess að reistar yrðu
sprengju heldar öryggisgeymslur fyrir menningarverðmæti þjóðar-
innar. Gils Guðmundsson og Bergur Sigurbjörnsson, þingmenn
Þjóðvarnarflokks, voru flutningsmenn tillögunnar, en hún var að
mestu byggð á fyrrnefndri tillögu Vilmundar Jónssonar frá árinu
1941. Í greinargerð var tillagan rökstudd:
Með aukinni og breyttri hertækni hefur eld- og sprengihætta aukizt mjög,
svo að ekki þarf einu sinni styrjöld til þess, að hafnarhverfi Reykjavíkur
geti tortímzt að meira eða minna leyti í einu vetfangi. Því verður ekki mót-
mælt með rökum, að hæfilega stór og hentug öryggisgeymsla fyrir óbætan -
leg þjóðarverðmæti verður að vera tiltæk hvenær sem er næstu áratugi, og
ýmsa hluti mundi réttast að geyma þar að staðaldri.46
Flutningsmennirnir töldu að þessi öryggisgeymsla ætti að vera
staðsett „á einhverjum þeim bletti Íslands, sem friðhelgastur mætti
teljast, þó eigi meir en einnar eða tveggja stunda akleið frá Reykja-
vík“.47 Í umræðum um málið á Alþingi sagði Gils að nauðsynlegt
væri að koma upp öruggum geymslum fyrir þjóðararfinn m.a. svo
hægt væri að taka á móti íslenskum handritum frá Danmörku og
varð veita þau með öruggum hætti því „[þ]ær raddir hafa heyrzt með
Dönum og munu enn eiga eftir að heyrast, að hernaðarþróunin hafi
gert Reykjavík að öllu ótryggari stað í styrjöld en Kaupmannahöfn
er“.48
skírnir
45 Sjá Guðna Th. Jóhannesson 2007.
46 Alþingistíðindi 1953 A, þingskjal 53: 330.
47 Alþingistíðindi 1953 A, þingskjal 53: 330.
48 Alþingistíðindi 1953 D: d. 25.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 157