Skírnir - 01.04.2010, Side 162
listarsögu og var að hans eigin sögn vetrarstarf hans 1924–25.3
Sjálfur kenndi hann það fyrst við expressjónisma, þýska stefnu í
ljóðagerð sem var liðin undir lok þegar þarna kom sögu.4 Seinna
orðaði hann það við súrrealisma, franska stefnu sem var að hlaupa
af stokkunum um þetta leyti, en höfuðpaurinn, André Breton, ritaði
einmitt stefnu yfirlýsingu súrrealismans árið 1924. Skemmst er frá
því að segja að þessi ættrakning skáldsins, að minnsta kosti hin
síðarnefnda til súrrealismans, hefur yfirleitt verið tekin góð og gild
á Íslandi,5 þó fátt virðist mæla með því að hún eigi við rök að
styðjast sé miðað við þá þýsku og frönsku stefnu sem þessum
nöfnum gegna, eins og gera verður eigi eitthvert vit að vera í bók-
menntasögu. Þetta er að vísu ekki stórmál; það er dæmigert vanda-
mál bókmenntafræðinga; og snertir almennan lesanda lítið eða ekki.
En svo vel vill til að Halldór hefur sjálfur skorið úr um málið, eða
ekki fæ ég betur séð. Við frumbirtingu „Únglíngsins“ í Eimreiðinni
1925 sagði skáldið:
Expressíónistiskum skáldskap er fremur ætlað að valda hughrifum fyrir
hreims sakir og hljómrænnar notkunar orða en hins, að gefa einhverja eina
rétta efnislausn. Expressíónistiskt kvæði getur brugðið upp fyrir áheyranda
hinum fjarskyldustu viðhorfum í sömu andrá. Expressíónismus er hillinga-
leikur, eins og reyndar öll list, meir eða minna; hann skírskotar til ímyndun-
araflsins, án þess þó, að skynsemi nokkurs manns þurfi að fara varhluta af því,
sem hann hefur á boðstólum, og hver, sem sneyddur er gáfu til ímyndunar,
gengur slyppur frá borði þar sem hann er annarsvegar [leturbreytingar hér].
Halldór kennir kvæðið hér við expressjónisma. Torvelt er að fallast
á þá greiningu ef miðað er við skáldskap þann á þýsku sem til hans
er talinn, en hvað felst í orðum skáldsins?
162 þorsteinn þorsteinsson skírnir
3 „ég orti það upp æ ofaní æ mánuðum saman“ (Halldór Kiljan Laxness 1949: 141).
„Únglíngurinn“ er til í þremur gerðum sem birtust 1925, 1930 og 1949. Í þessari
grein er að mestu miðað við síð ustu gerð kvæðisins.
4 Halldór dvaldist í Þýskalandi og Austurríki veturinn 1921–22. Engar heimildir
eða vís bend ingar eru um það svo mér sé kunnugt að hann hafi gefið sig að express -
jónískum skáldum og lært af þeim; og ljóð hans eru að mínum dómi afar ólík þeim
skáldskap.
5 Örn Ólafsson (1992: 51) telur reyndar að kvæðið verði ekki kennt við súrrealisma,
og Kristján Árnason (2004: 170–74) hefur einnig verulegar efasemdir („Eru eða
voru til íslenskir súrreal istar?“).
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 162