Skírnir - 01.04.2010, Page 163
163mig dreymdi ég geingi útí skóg
Expressíónisminn er í sjálfu sér eins gamall og listin, þótt nafnið sé eigi eldra
en frá síðustu öld; hans hefur stundum gætt meir, stundum miður, í sögu
listanna, en má heita þungamiðja allrar tízkulistar, hvarvetna [leturbreyt-
ingar hér].
Þessi niðurlagsorð Halldórs um ‚expressíónismann‘ taka af allan vafa
um að hann er ekki að vísa til þýska expressjónismans. Hann notar
orðið hér greinilega um óhefðbundinn skáldskap almennt, um
nýjungar eða nýstefnur í skáldskap, fremur en stefnuna í þýskri
ljóðlist sem svo er nefnd. Og líta má á kynninguna sem málsvörn fyrir
kvæðið sem brýtur um flest í bága við íslenskar ljóðhefðir. Hitt er
ljóst að fyrri tilvitnunin vísar til einnar helstu kennisetningar sym-
bólismans og er nokkuð góð lýsing á honum, þeirri stefnu „að valda
hughrifum fyrir hreims sakir og hljómrænnar notkunar orða“ fremur
en „að gefa einhverja eina rétta efnislausn“. Þetta er ekki fyrsta
lýsingin á íslensku á þeim mikilvæga streng í nútímaskáldskap sem
rekja má til symbólisma, og hefði því átt að hljóma kunnuglega. Vís-
unin til símúltanisma (að bregða upp hinum fjarskyldustu viðhorfum
í sömu andrá) er að vísu ekki sérstakt einkenni symbólisma heldur
fremur síðari nýstefna, en samræmist vel leiknum í kvæðinu.
Með þessu er ekki verið að segja að „Únglíngurinn“ sé hrein-
ræktaður symbólismi, enda er það fyrirbæri naumast til, en margt í
aðferðum skáldsins má þó rekja til þeirrar sundurleitu stefnu, til
dæmis það að virkja hljóm og hrynjandi og hverskonar eigindir tón-
listar í ljóði. Að efnisatriðum sem hníga í sömu átt verður vikið
síðar. Jafn mikilvæg fyrir „Únglínginn“ eru þó ýmis höfundarein-
kenni skáldsins sjálfs svo sem leikur að orðum, leikur að hug-
myndum. Formúla ljóðsins gæti því verið: symbólismi plús leikur.
II
Hugum þá að fyrstu setningunni:
Mig dreymdi ég geingi útí skóg …
Draumar og skógar: þarna er vistkerfi ljóðsins komið, og ætti að gefa
nokkra vísbendingu um hvernig beri að lesa það því þetta er einmitt
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 163