Skírnir - 01.04.2010, Page 167
167mig dreymdi ég geingi útí skóg
Persónur leiksins eru einungis tvær: stúlkan og unglingurinn, ‚hún‘
og ‚hann‘. ‚Hún‘ hefur orðið í atriðum (1), (3) og (5), er þar kynnir
eða sögumaður, auk þess sem hún fer með lítið hlutverk í tví -
leiknum (2). ‚Hann‘ er hinsvegar aðalleikarinn í tvíleiknum og flytur
einleikinn (að stúlkunni áheyrandi). Hlutverk hans er að magni til
yfirgnæfandi í kvæðinu, enda er kvæðið við hann kennt, en hlutverk
hennar er þó engu síður mikilvægt, þetta er hennar upplifun, hennar
draumur. Það að kvæðið er ljóðleikur og býr yfir dramatískri at-
burðarás — ástarfundi og samtölum pilts og stúlku; hvörfum; árekstri
vona og veruleika — eykur til muna áhrifamátt þess, mótar bygg -
ingu kvæðisins og skiptir höfuðmáli við lesturinn.
IV
Þó að „prósi með kvæðisbrotum“8 sé ekki með öllu fráleit lýsing á
fyrstu gerð kvæðisins 1925 gildir hið sama ekki um síðustu gerðina
1949, og fæstir munu draga í efa nú að á ferðinni sé ljóð. Lausamálið
er í rauninni ljóð líka, gætt hrynjandi fríljóðs, eins og ljóst má vera
ef uppsetningunni er breytt:
Mig dreymdi ég geingi útí skóg
einsog í fyrra
þegar ég gekk útí skóg með stöllu minni;
og stóð ein í rjóðrinu við lækinn …
[…]
Og hann hleypur frammá bakkann,
lýtur niðrað læknum,
eys upp vatni í lófa sér,
þeytir á loft og segir …
Eins og áður sagði kenndi skáldið kvæðið fyrst við expressjónisma
en aldarfjórðungi síðar við súrrealisma. Velta má fyrir sér hvernig á
þeirri breytingu standi. Sennilegasta ástæðan er sú að Halldór hafi
ekki heyrt súrrealismans getið eða að minnsta kosti ekki kynnst
skírnir
8 Halldór Guðmundsson 2004: 171.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 167