Skírnir - 01.04.2010, Page 170
svo nefna það, að þegar Matthías Johannessen hafði skrifað um
kvæðið að þar gætti áhrifa frá Breton, og sýndi Halldóri, þá mót -
mælti hann því „fast og ákveðið“ og sagði: „Nei, það kvæði er meira
í líkingu við Appollinaire [svo].“12 Þar með má segja að öll rök, jafn-
vel orð skáldsins sjálfs, hnígi í aðrar áttir en til súrrealisma. Áhrif
frá þeirri stefnu má þó ugglaust greina í nokkrum seinni ljóða Hall-
dórs frá þriðja áratug aldarinnar, og þá einkum í þeim frelsandi leik
sem þar er á ferð, þó öllu nærtækara sé reyndar að rekja þau áhrif
til fyrir rennara súrrealismans, skálda eins og Apollinaire og Max
Jacob.
V
Ýmis sjaldséð orð og orðasambönd prýða „Únglínginn“. Hér eru
nokkur þeirra ásamt skýringum úr Íslenskri orðabók og Orðabók
Háskólans:
animóna (anemóna): skógarsóley (garðplanta). Elsta dæmið í ritmáls safni
OHÍ er úr Þúsund og einni nótt í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar
eia!: upphrópun, einkum notuð í gömlu guðsorði13
eldfluga: fljúgandi eldur; blysbjalla [e. firefly: sjálflýsandi bjöllutegund]14
eóla: vindharpa; eina tiltæka dæmið í ritmálssafni OHÍ er úr „Únglíngnum“
í Kvæðakveri 1930
fuglari: fuglaveiðimaður
gaukmánuður: Harpa, fyrsti mánuður sumars, hefst um 20. apríl
lindargull: eina tiltæka dæmið í ritmálssafni OHÍ er úr „Únglíngnum“ í
Kvæðakveri 1930
málþrastaharpa: eina tiltæka dæmið í ritmálssafni OHÍ er úr „Únglíngnum“
í Kvæðakveri 1930
mýrispýta: hrossagaukur
nótintáta (nótentáta): glysgjörn stúlka15
170 þorsteinn þorsteinsson skírnir
12 Matthías Johannessen 1985: 211–212.
13 Eia / Eia / Jomfruen bar Gud i Heim. Sálmabók, Hólar, 1589 (OHÍ).
14 Elsta dæmið í ritmálssafni OHÍ er úr Guðbrandsbiblíu: tuistrudust Skyen / med
Hagle og Elldflugum. – Þá hefur mér verið bent á kvæðið „Lindagull, Lindagull
lilla“ eftir Bertel Gripenberg (1878–1947) þar sem fyrir koma orð (‚lindagull‘ og
‚eldflugor‘) grunsam lega lík orðalagi Hall dórs.
15 Helga Kress (2005: 175) vitnar í Guðmund Finnbogason um notkun orðsins.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 170