Skírnir - 01.04.2010, Page 174
í þessum orðum er fólgin, nýmælin sem af ljóðhugsun þessari leiddi.
Mikilvægara verður í skáldskap að gefa í skyn — ýja að hlutunum,
kveikja grun um þá — heldur en lýsa berum orðum.26 „Hugsunin
á að vera hulin í ljóðinu eins og hollustan í ávexti,“ ritaði Paul
Valéry lærisveinn Mallarmés.27
Hljómrænar eigindir ljóða verða mikilvægar. „Tónlistina öllu
ofar“ (De la musique avant toute chose): svo hljóðar upphafslína
Verlaines í „L’art poétique“, ljóði hans um skáldskaparlistina.
„Ljóð ið — á hvörfum milli hljóms og merkingar,“ ritaði Paul
Valéry.28 Reyndar komst Valéry svo að orði á öðrum stað að það
sem gengi undir nafninu symbólismi í ljóðum margra mjög ólíkra
skálda hefði verið sú sameiginlega viðleitni þeirra að „endurheimta
eign sína úr greipum tónlistarinnar“.29 Ekki má skilja umrædd
tengsl of þröngum skilningi. Annað sem læra mátti af tónlistinni að
dómi skáldanna var til að mynda bygging ljóða, endurtekning stefja
og tilbrigði við stef, ný og fjölbreytileg hrynjandi í fríljóðum, sem
voru eitt helsta vörumerki margra symbólista, eða ný og vönduð
bragform hjá þeim skáldum sem héldu sig enn við brag. Síðast en
ekki síst ber að nefna frelsið undan eftirlíkingu, en í þeim efnum er
tónlistin sér á báti meðal lista.
Mallarmé talaði um tvíeðli málsins,30 um tungumálið sem sam-
skiptatæki annarsvegar og þann dulræna skilning málsins á hinn
bóginn, að verkefni skálds sé að hefja það upp til hins hreina og al-
skapaða. Viss dulhyggja er undirrót symbólisma, og Halldór virðist
hafa hneigst til einhverskonar dulhyggju á yngri árum. Sú var að
minnsta kosti skoðun Sigfúsar Daðasonar sem talaði í ritgerð um
174 þorsteinn þorsteinsson skírnir
26 „Suggestion“ var franska vígorðið, sbr. Mallarmé: „Nommer un objet, c’est
supprimer les trois quarts de la jouissance du poème qui est faite de deviner peu
à peu: le suggérer, voilà le rêve.“ Sjá Þorstein Þorsteinsson 2007: 89.
27 „La pensée doit être cachée dans les vers comme la vertu nutritive dans un fruit“
(Valéry 1957–60 II: 547–548).
28 „Le poème – cette hésitation prolongée entre le son et le sens“ (Valéry 1957–60
II: 637).
29 Valéry 1957–60 I: 1272. Orðalagið er raunar frá Mallarmé komið: „il faut re -
prendre à la musique notre bien“, sbr. Laurence Campa 1998: 63.
30 „le double état de la parole, brut ou immédiat ici, là essentiel“ (Mallarmé 1995:
857), sbr. Marcel Raymond 1940: 31–32.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 174