Skírnir - 01.04.2010, Page 176
Vefaranum mikla frá Kasmír“. Sé miðað við venjuleg bókmennta-
söguleg hugtök er sú staðhæfing hæpin eins og ég leiði rök að hér
að framan. „Ég svalg alt sem ég náði í eftir þá höfunda sem mörkuðu
stefnuna, Appollinaire [svo], Aragon, Soupault, Max Jacob (að vísu
nokkru eldri), Bontempelli (hinn ítalska), að ógleymdum sterkasta
liðsmanninum, James Joyce.“ Hér verður ljóst að Halldór notar
hugtakið í mun víðari skilningi en venja er. Einungis þeir Aragon
og Soupault ásamt Breton, sem Halldór nefnir framar, geta talist
súrrealistar; Apollinaire og Max Jacob voru hinsvegar meðal helstu
fyrirrennaranna, og það er ætlun mín að þeir séu þau frönsku skáld
sem Halldór hafi einkum lært af. Skömmu eftir að Halldór lýkur
við „Únglínginn“ er hann kominn til Sikileyjar. Þaðan skrifar hann
Nonna (Jóni Sveinssyni), kveðst hafa mikinn áhuga á frönskum
tískubókmenntum og nýjum stefnum í formi yfirleitt og spyr hann
hvort hann geti útvegað sér eitthvað af slíkum ritum í París. Nonni
sendir honum seinna um sumarið bækur eftir Aragon, Soupault,
Breton og Apollinaire.33 Athyglisvert er að þetta eru að mestu sömu
skáldin og Halldór nefnir í eftirmálanum.
Við höfum skýrar heimildir frá Halldóri sjálfum um þær mætur
sem hann hafði á franska skáldinu Guillaume Apollinaire (1880–
1918), jafnaldra Jóhanns Sigurjónssonar. Í Sjömeistarasögunni kemst
hann svo að orði: „Apollinaire […] var pólsk-ítalskur frakki og um
árabil ofarlega á skáldaskrá nútímafrakka hjá undirrituðum.“34 Í
bókasafni skáldsins á Gljúfrasteini eru tvær helstu ljóðabækur
Apollinaires: Alcools (1913) og Calligrammes (1918), báðar í útgáfu
frá 1948. Líklegt má telja að Halldór hafi keypt þær þegar hann var
að undirbúa aðra útgáfu Kvæðakvers 1949 því öruggt er að hann
kynntist ljóðum Apollinaires mun fyrr.35 Ekki er þó alveg ljóst hve-
nær það gerðist fyrst, við vitum að vísu um bókasendinguna
sumarið 1925, og tvær ljóðlínur gætu virst sýna ummerki um kynn in
við hið franska skáld:
176 þorsteinn þorsteinsson skírnir
33 Halldór Guðmundsson 2004: 178.
34 Halldór Laxness 1978: 99.
35 Halldór (1978: 99) segir í Sjö meistarasögunni að ljóð sem hann átti eftir Apolli -
naire, „amk Calli grammes“, muni hafa lent á Alþýðubókasafninu 1940 en verið
stolið þaðan.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 176