Skírnir - 01.04.2010, Page 179
179mig dreymdi ég geingi útí skóg
Avenue de Maine
Les manèges déménagent
Manèges, ménageries, où? … et pour quels voyages?
Moi qui suis en ménage
Depuis … ah! y a bel âge!
De vous goûter, manèges,
Je n’ai plus … que n’ai je? …
L’âge.
Les manèges déménagent.43
[…]
Þetta minnir óneitanlega á Safírinn frá Sahara í Aharabíu og þann
leik allan.
*
Þriðja skáldið sem vert er að víkja að hér er Norðmaðurinn Sigbjørn
Obstfelder (1866–1900). Halldór kynntist honum ungur,44 og ég tel
að sjá megi ummerki um þau kynni í „Únglíngnum“. Obstfelder
var symbólisti, meðal hinna fyrstu á Norðurlöndum, og líklega
koma einkum tvö kvæði hans til greina í þessu sambandi. Hið fyrra
er samtal karls og konu — eða segjum stúlku og unglings eins og í
„Únglíngnum“ — og í erindunum sem ég tilgreini er hann mælandi
í því fyrsta og hún í hinum síðari, en öfugt við kvæði Halldórs er
það unglingurinn sem er tregur í taumi, eða læst að minnsta kosti
vera það. Kvæðið á ýmislegt sameiginlegt með „Únglíngnum“: Það
er samtal elskenda, skáldskaparaðferðin byggist að verulegu leyti á
endurtekningum og hliðstæðum, þversett rím og endarím er notað
ótæpilega, og í ljóðinu er leikur, það líkist dansi:
Elskovshvisken
„Jeg skulde så gjerne, min terne,
min sødeste, rødeste terne!
Men nei, — ja nei — —“
skírnir
43 Anthologie de la poésie française (2000: 906).
44 Veturinn 1918–19 hjá Guðmundi Hagalín. Sbr. Halldór Guðmundsson 2004: 48.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 179