Skírnir - 01.04.2010, Page 183
183mig dreymdi ég geingi útí skóg
ingu sem á elskhuganum verður — úr ástleitnum unglingi í persónu-
gerving skógarins. Að túlka breytinguna á þann veg að þar sé ein-
ungis að verki sú hliðrun sem algeng er í draumum er ekki
fullnægjandi, til þess er samsömun unglingsins við skóginn of snar
þátt ur kvæðisins og raunar forsenda hins harmræna endis. Ég lít á
„Únglínginn“ sem goðsögulegt kvæði, persónur þess og rás við -
burða eru goðsagnakyns. Í því endurspeglast hin forna goðsögn um
líf, dauða og endurfæðingu guðsins, sögn sem aftur er spegilmynd
af hringrás árstíða og gróðurríkis. Slíkur lestur gerir fært að sjá
kvæðið sem heild.
Og raunar eru líkindin við Adónis-sagnirnar svo mikil að hæpið
er að hending ein geti ráðið; yfirgnæfandi líkur eru á því að mínum
dómi að sagnirnar séu að minnsta kosti ein kveikjan að kvæði Hall-
dórs. Þar ber margt til.46 Ekki er ósennilegt, þó um það séu engar
heimildir svo mér sé kunnugt, að Halldór hafi þekkt Goðafræði
Stolls í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. Þar segir um Adónis
að hann tákni „fegurðarblóma náttúrunnar sem lifnar á vortím an -
um, en deyr út á haustin fyrir hinu kalda myrkravaldi undir -
heima“.47 En Seifur hafði höggvið á hnútinn í deilu þeirra Afródítu
ástargyðju og Persefónu undirheimagyðju um Adónis og kveðið
svo á að hann skyldi dvelja part úr ári hverju hjá hinni síðarnefndu.
Sá hluti goðsögunnar var jafnan skilinn á þann veg að átt væri við
vetrartím ann. Hápunktur kvæðisins er lokasöngur unglingsins sem
pers ónu gervings skógarins. En Adónis var einmitt trjáborinn,
móður hans hafði verið breytt í tré sem að meðgöngu lokinni rifnaði
utan af hinum fagra sveini eða skógargoði. Fleira mætti nefna: Þegar
Adónis dó breyttist hver blóðdropi hans í rauða anemónu en Afró -
díta kom að honum, flóandi í tárum. En í kvæðinu er ein svið setn -
ingin á þá leið að unglingurinn ávarpar stúlkuna svofelldum orðum:
„Hver fór í skóginn, / kysti animónur og hló, / animónur og
animónur / og fór að gráta?“ Þó aðstæður séu aðrar í kvæðinu en
skírnir
46 Til eru ýmis afbrigði af Adónis-sögnunum; hér verða tínd til fáein mikilvæg atriði
sem ríma vel við „Únglínginn í skóginum“. Stuðst er við ýmsar vefsíður og
bækur, m.a. The Ox ford Com panion to World Mythology eftir David Leeming
(2009) og UmmyndanirÓvíds (2009) í þýðingu Krist jáns Árnasonar.
47 Stoll 1871: 63.
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 183