Skírnir - 01.04.2010, Page 208
það eða stinga höfði hins látna við rassgatið. Forvitnilegasta
aðferðin er þó líklega sú að útvega „draugabana“ til að eiga
við ófreskjuna. Í sögunni af Glámi koma fyrir slíkir „drauga -
banar“, bæði Glámur sjálfur og Grettir sterki.
9. Megineinkenni drauga er eigingirnin. Þeir halda fast við eigur
sínar og líkama þó að þeim beri að hverfa á braut og skilja
eigur sínar og lönd eftir handa lifendum.
Hér hafa verið dregin fram mörg dæmi um líkindi milli drauga og
annarra skrímsla. Hræðsla mannsins við dauðann hefur gert látna
menn að skrímslum og þessi skrímsl hegða sér að flestu leyti eins
og önnur skrímsl. En þar sem dauðinn liggur fyrir okkur öllum eru
þessi tilteknu skrímsl í senn framandi og nálæg, þau eru eins konar
tvífarar lifandi manna og þar af leiðandi ekki aðeins hættuleg heldur
líka ankannaleg (uncanny) — það er erfitt fyrir mann sem veit að
hann deyr að spegla sig ekki í draugnum og þeim mun hræðilegri
verður þá afturgangan.
Heimildir
Abram, Christopher. 2006. Hel in early Norse poetry. Viking and Medieval Scan -
dinavia, 2, 1–29.
Áns saga bogsveigis. 1829. Fornaldar sögur Nordrlanda II. C.C. Rafn gaf út. Kaup-
mannahöfn
Ármann Jakobsson. 2005. The specter of old age: Nasty old men in the sagas of Ice -
landers. Journal of English and Germanic Philology, 104, 297–325.
Ármann Jakobsson. 2008. Hvað er tröll? Galdrar, tröll og samfélagsóvinir. Galdra-
menn: Galdrar og samfélag á miðöldum (bls. 95–119). Ritstj. Torfi H. Tulinius.
Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.
Ármann Jakobsson. 2009a. Talk to the dragon: Tolkien as translator. Tolkien Studies,
6, 27–39.
Ármann Jakobsson. 2009b. The fearless vampire killers: A note about the Icelandic
draugr and demonic contamination in Grettis saga. Folklore, 120, 307–316.
Ármann Jakobsson. 2009c. Yfirnáttúrlegar ríðingar: Tilberinn, maran og vitsugan.
Tímarit Máls og menningar, 70(1), 111–121.
Ármann Jakobsson. 2010a. Enter the dragon: Legendary saga courage and the birth
of the hero. Making history: The legendary sagas. Ritstj. Martin Arnold
[væntan leg].
Ármann Jakobsson. 2010b. Red as blood, pale as grass and blue as hell: Colourful
emotions in the sagas. Farbiges Mittelalter [væntanleg]
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
208 ármann jakobsson skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 208