Skírnir - 01.04.2010, Page 215
215gildismat hæfileikanna
flestum fulltrúum á þjóðþingið sem setur lög og reglur um skiptingu
þjóðarteknanna og kemur sér saman um ríkisstjórn til að framfylgja þeim.
Áhugamál hvers flokks er að þingmaðurinn sé dugleg málpípa fyrir hags-
muni þeirra sem völdu hann, snjall að munnhöggvast við mótherja og vefja
kjósendum um fingur sér.
Stjórnmálamaður í borgaralegum flokki getur því sjaldnast hagað sér
eftir eigin geðþótta einum saman, enda þótt sagt sé að þingmenn eigi ein-
ungis að fylgja sannfæringu sinni. Hann verður að fylgja sterkustu hags-
munaöflum í flokki sínum hverju sinni. Annars hlýtur hann að víkja.
Vold ugustu hagsmunaöflin stjórna flokk unum en ekki öfugt. Því er viss
hugsanavilla að tala um flokksræði. Sömuleiðis er villandi að tala um stjórn-
mál og stjórnmálaflokka eins og um sé að ræða afmörkuð fyrirbæri sem
geti lifað sjálfstæðri tilveru, aðskilin frá öðrum þáttum samfélagsins, efna-
hagsmálum, atvinnumálum, peningamálum, viðskiptamálum eða milliríkja-
málum.
Annað mál er að pólitíkusar eru oft snjallir áróðurs- og samningamenn
fyrir hagsmuni umbjóðenda sinna, og hinir slyngustu þeirra eru kallaðir
stjórnmálaskörungar. Þeir ráða samt sem áður litlu um meginatriðin. Þeir
geta jafnvel orðið undir í átökum innan flokks en samt haldið gunnreifir
áfram að túlka þá niðurstöðu sem varð ofan á eins og hver annar fram-
kvæmdastjóri fyrirtækis.
Fjölmiðlun
Áróðursmenn á þingi duga skammt til að móta viðhorf kjósenda. Ekki
nema örlítið brot þeirra fylgist með umræðum. Til að hafa áhrif meðal
fjöldans þarf fjölmiðla í víðum skilningi, blöð og útvarp. Af sjálfu leiðir að
þeir sem ráða mestu fjármagni geta starfrækt glæsilegasta fjölmiðla sem al-
menningi falla best í geð. Og mestu fjármagni ráða þeir sem hagnast hafa á
óréttlæti markaðskerfisins. Því segir það sig sjálft að þeir leitast við að ráða
yfir sem áhrifamestum fjölmiðlum til að túlka viðhorf hliðhollra stjórn-
málaflokka beint eða óbeint og treysta stöðu þeirra.
Það er því miður mikil glámskyggni ef ekki beinlínis blekking að tala
um frelsi fjölmiðla og jafnvel að þeir séu ,fjórða valdið‘. Stórblöð eru að
mestu leyti fjármögnuð með auglýsingum eða beinum framlögum frá risa-
fyrirtækjum og innihaldið er ýmist fylgjandi þeim eða nokkurnveginn
meinlaust gagnvart sjálfu kerfinu.
Ritstjórar og blaðamenn eiga oftast að nafninu til að heita frjálsir og
óháðir, og vilja sjálfsagt vera það, en í reynd stunda langflestir þeirra sjálfs-
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 215