Skírnir - 01.04.2010, Page 218
Skírn ir, 184. ár (vor 2010)
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
Um samhengi hlutanna
Í síðasta hefti Skírnis birtist grein eftir Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur,
pró fessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands, um bók mína
Ljóðhús · Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar sem kom út vorið 2007.
Ritstjóri Skírnis hefur gefið mér kost á að svara grein inni fá einum orðum.
Hún er hátt í 30 blað síður og kemur víða við; hér verður því ein ungis
drepið á fátt eitt af því sem hún vekur máls á.
Upphaf greinarinnar er á þessa leið:
Sigfús Daðason var dulur maður. Allt til þess er bókin Ljóðhús kom
út, hafa líklega fæstir lesendur hans vitað að hann átti við erfið veikindi
að stríða fram eftir ævi, að foreldrar hans töluðust ekki við árum
saman, að hann var missæll í einkalífi og starfi, að fyrir kom að þyngsl
sóttu á hann og þjökuðu. Ætli það hafi komið í veg fyrir að þeir gætu
notið ljóða hans sem vert væri? (S 308)
Spurningin er retórísk en svo eru þær spurningar nefndar sem spyrjandi
telur að ekki þurfi að svara, svo augljóst sé svarið. Sem í þessu dæmi sé nei,
vitneskja af þessu tagi sé ekki gagnleg hvað þá nauðsynleg til að lesendur
fái notið ljóða Sig fús ar til fullnustu. Og í framhaldinu tekur Bergljót til
varna fyrir lesendur sem eigi að hafa fullt frelsi til að leyfa skáldinu að eiga
samtal við sig milli liða laust. Varla getur verið ágreiningur um það, að
minnsta kosti ekki af minni hálfu. Bókin Ljóð hús er ekki hugsuð sem
skyldulesning fyrir neinn og henni er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir
aðrar útgáfur á ljóðum Sigfúsar Daða sonar. Les end ur sem koma nýir að
ljóðum hans ættu til dæmis að byrja á bókinni Ljóð 1947–1996, heildarsafni
ljóðanna. Síðan geta þeir leitað í skrif annarra ef þeir kjósa svo, og jafnvel
einnig í Ljóð hús. Eða ættu þeir sem þekkja ljóðin að varast bókina líka? —
Af því að grein Berg ljótar snýst að verulegu leyti um út leggi ngar mínar á
ljóð um Sigfúsar leyfist mér kannski til skýringar á sjónar miðum mínum að
vitna í inngangsorð sem ég skrifaði að rit gerðasafni hans: Allri túlk un fylgir
sú áhætta að hún leiði til þrengri skilnings en æski legt er; en fullveðja
lesend ur taka túlk anir mátulega hátíðlega og láta þær ekki fipa sig.1
1 Sigfús Daðason: Ritgerðir og pistlar, Forlagið, 2000, bls. 21. — Ritin þrjú sem hér
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 218