Skírnir - 01.04.2010, Síða 220
Afstaða mín til framangreindra álita- og deilumála er annars í stystu
máli eftirfarandi, og ég orða hana víða í bókinni, svo víða reyndar að ég
hefði haldið að hún ætti ekki að fara framhjá neinum lesanda: Þekking á
æviatriðum skálds getur verið gagnleg til skilnings á skáldskap þess og til
að njóta hans á rétt um for sendum, til að gera sér grein fyrir hversvegna ljóð
var ort og á tilteknum tíma, og hún getur einnig kennt okkur ýmislegt um
hæfileika skáldsins til að vinna úr efni viði sínum. Slík vitneskja ein og sér
segir hins vegar ekkert um ljóðið sem ljóð, um list rænt gildi þess, eða um
stað þess í bók mennta sögunni. En þar er einmitt komið að þáttum sem ég
reyndi eftir megni að sinna í bók inni: að greina eigin leika ljóða Sigfúsar, og
að skoða þau í ljósi saman burðar bók mennta. Og ef hægt er að tala um að ég
leggi áherslu á eitt umfram annað í Ljóðhúsum væri það líklega fjöl breytnin
í kvæð um Sigfúsar en henni hafði löngum verið ónógur gaumur gefinn.
Tilgangurinn með ljóðaumfjöllun minni í bókinni er ekki ævisögulegur
heldur ævinlega skáld skapar- og túlk unar fræðilegur. Með tengingu
ljóðanna við höf und inn er ég ekki að reyna að skýra höfundinn, eins og
gert væri í ævi sögu, heldur skáld skap þess tiltekna höfundar sem ég er að
fjalla um. Til þess er eitt mikilvægara en annað: að skoða ljóðin í samhengi
sínu — heildarsamhengi — en ekki í einangrun.
*
Bergljót finnur hjá sér ríka þörf til að verja heiður Sigfúsar fyrir mér, og
ekki einungis skáldheiðurinn. Hún lætur að því liggja að sú mynd sem
dregin er upp af Sigfúsi í Ljóðhúsum sé hvorki samboðin manninum né
skáldinu (S 330). Það er harður dómur, og mér ekki léttbær, og við honum
á ég varla önnur svör en þau að það er fjarri því að vera dómur allra unn-
enda ljóða Sigfúsar og lesenda bók ar innar. Um það mætti leiða fram mörg
vitni og ágætlega marktæk. Um fram allt virðist mér Berg ljótu þó í mun að
verja heið ur Máls og menningar; um það snýst mest allur þriðji kaflinn í
grein hennar og þar er henni heitast í hamsi. Nánar um það hér á eftir.
Óhætt er að segja að Bergljót leggur býsna mikið á sig til að finna
höggstað á mér og grafa undan trú verðugleika bókarinnar. Túlkanir mínar
og ljóð skiln ing ur, mannskilningur, pólitískur skiln ing ur og síðast en ekki
síst skiln ingur minn á Máli og menn ingu: öllu er þessu verulega áfátt að
hennar dómi, og ekki ör grannt um að ég sé víða að „vill[a] um fyrir alvöru-
mönnum og skóla nem um“, svo not að sé orð alag Sig fús ar í kvæðinu „Ver-
öldin“. Hún veltir til dæmis fyrir sér „hvort ungt fólk sem les Ljóð hús átti
sig á að Sigfús var róttækl ingur alla ævi“ (!) en ekki bara fram á fertugs -
aldurinn (S 326).
220 þorsteinn þorsteinsson skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 220