Skírnir - 01.04.2010, Page 221
221
Til marks um pólitískan áhuga Sigfúsar getur Bergljót þess að varla hafi
hún talað svo við hann að hann byrjaði ekki að ræða um pólitík (S 323). Ég
er Berg ljótu sam mála um að áhugi Sigfúsar á pólitík í víðum skilningi var
mikill og lifandi en dreg þó í efa að hann hafi bryddað upp á því efni við
alla. Lík legra er að hann hafi verið einn þeirra manna sem skynja jafn an af
næmi sínu á hverju viðmælandinn hefur mestan áhuga, og leiða talið að því.
Nauðsynlegt er að árétta í ljósi sumra ummæla Bergljótar að Sigfús var
ekki til takanlega pólitískt skáld í strangasta skilningi þess orðs. Fjórtánda
kvæðið í Höndum og orðum er raunar eina veru lega inn koma hans á þann
völl skáld skap ar. En það er líka myndarleg inn koma og merki legur skáld-
skapur sem á sér eng an líka á íslensku. Megin viðfangsefnið í skáldskap Sig -
fús ar frá fyrstu bók hans til hinn ar síðustu var að mínum dómi hlut skipti
manns í veröldinni.3 Í þeim víða skiln ingi orðs ins eru auðvitað mörg af
bestu kvæðum hans pólitísk, til að mynda loka kvæði Handa og orða, „Um
hjarta okkar þvert er hræelduð víg lín an dreg in“, eða bjartsýnisljóðin. Í sam-
ræmi við það eru einnig orð ‚rót tæk lings ins‘ í „Til varnar skáldskapnum“
þar sem hann varar við
hinum þrönga og þröngsýna skilningi á aktúaliteti í listum og bók-
menntum. Þjónusta lista við framfaraöfl heimsins er ekki einungis falin
í því að heyja skærustríð hversdagsins, heldur að hækka og víkka lífs-
skilning manna, sýna manninum fram á að hann er maður, knýja hann
til að neita að lifa hálfu lífi. (RP 38)
Þetta er það sem ég á við þegar ég tala um heimspekilega afstöðu Sigfúsar
til pólitískra mála, en það orðalag virðist Bergljót ekki kunna við.
*
Bergljót talar um að hún hafi þekkt Sigfús vel og verið heimagangur á kaffi -
stofunni á Máli og menn ingu. Ekki skal það vefengt, öðru nær. Mér er full -
kunnugt um að hún mat og metur Sigfús afar mikils og er annt um orðstír
hans, sömuleiðis um orðstír Máls og menn ingar og Kristins E. Andrés-
sonar. Að þessu leyti er okkur ekki ólíkt farið. Ég kynntist skáldinu Sigfúsi
Daða syni strax og ég kom til Reykja víkur 1954 og manninum sjálfum í
París 1958. Æ síðan hef ég metið skáld skap hans meira en annarra skálda
sem hon um voru samtíða. Og enginn vafi er á því heldur í mínum huga að
Kristinn var stórmenni í menn ingar sögu okkar á 20. öld — þó honum væru
skírnir um samhengi hlutanna
3 Jafnvel mætti tala um ‚existens-vandamálið‘, en þá í öllu þrengri merkingu en
Sigfús gerði í rit gerð sinni um Þór berg Þórðar son (RP 176).
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 221