Skírnir - 01.04.2010, Side 233
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
Brot úr ævi
Pétur Gunnarsson: ÞÞ í fátæktarlandi: Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar, JPV útgáfa
2007.
Pétur Gunnarsson: ÞÞ í forheimskunarlandi, JPV útgáfa 2009.
„Það gilda þrjár reglur við skrif á ævisögu.
Sem betur fer veit enginn hverjar þær eru.“
Richard Holmes1
Ævina má skrifa aftur og aftur
Þórbergur Þórðarson hefur eignast nokkrar ævisögur á undanförnum
árum: ævisögu Halldórs Guðmundssonar, Skáldalíf (2006), sem segir sögu
Þórbergs og Gunnars Gunnarssonar, og svo annars konar ævisögu, eða safn
um sig sjálfan, Þórbergssetur, sem var opnað sama ár. Því tengt er einnig
vefsíða um ævi hans og störf og skylt efni (www.thorbergur.is), svo ýmsir
miðlar eru nú nýttir til að segja sögu rithöfundarins. Þá er fræðilegur áhugi
á verkum hans sífellt að aukast, eins og líflegar ráðstefnur á Hala og við
Háskóla Íslands eru til vitnis um. Það er ekki nóg með það, heldur er fyrir
mikill litteratúr um manninn því eins og allir vita skrifaði hann meira og
minna um sjálfan sig alla tíð, ýmist í bókum sínum eða í fjölda dagbóka.
Þetta er ánægjuleg þróun, því það þarf að skrifa og blaðra og gefa út til að
verkin öðlist framhaldslíf og dafni enn frekar; verkin lifa ekki af sjálfkrafa
eins og mýtan vill kannski hafa það, líf þeirra er undir okkur komið.
Það hefur lengi legið þráður milli Péturs Gunnarssonar og Þórbergs
Þórðarsonar. Ýmislegt tengir þessa tvo rithöfunda, þótt af ólíkum kyn slóð -
um séu (og milli þeirra kynslóða sem um ræðir er enn stærra bil en árin
segja til um), sumt af því augljóst, annað kannski fremur undir yfirborðinu.
Báðir skrifuðu þroskasögur sem náðu að fanga heilu kynslóðirnar, Þór-
Skírn ir, 184. ár (vor 2010)
1 Útúrsnúningur á frægri tilvitnun í Somerset Maugham: „There are three rules for
writing a novel. Unfortunately, no one knows what they are.“
UMSAGNIR UM BÆKUR
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 233