Skírnir - 01.04.2010, Side 234
bergur í Ofvitanum og Íslenskum aðli (og annars konar þroskasögu í Sálm-
inum um blómið), og Pétur í Andrabókunum nokkrum áratugum síðar.
Pétur hlaut stílverðlaun Þórbergs 1999 og hefur skrifað um hann nokkrar
greinar. Því er eins og Pétur hafi verið að nálgast Þórberg úr ýmsum áttum
þar til hann gekk hreint til verks og skrifaði ævisögu hans í tveimur bindum
og fyrir þau hlaut hann verðskuldaða viðurkenningu Hagþenkis 2009. Það
væru líklega ýkjur að segja að það væru beinlínis sameiginleg einkenni á
verkum þeirra, en þó má greina samhljóm í áhuga þeirra á hversdegi og hinu
smáa og því sem fellur auðveldlega í gleymsku, bernskunni og þroska, eins
og áður segir, til viðbótar við húmorinn og tök þeirra á íslensku ritmáli. En
svo er að sjálfsögðu fjölmargt sem skilur þá að, ekki síst hugmyndafræði og
pólitík, handanheimsáhugi Þórbergs og svo auðvitað kynslóðabilið breiða
sem skýrir kannski hið fyrrnefnda; Pétur fæðist inn í nútímasamfélag sem
Þórbergur þurfti að aðlagast á fullorðinsárum eftir uppvöxt í sinni fornu sveit.
Fyrra bindi ævisögunnar ber undirtitilinn ,þroskasaga‘, svo þar liggur
efniviðurinn nokkuð beint við. Nokkrir hafa þó nefnt, ég þar á meðal, að
það sé erfitt að takast á við og endursegja þann þroska sem Þórbergur
greinir sjálfur svo skilmerkilega frá, en þó um leið uppskáldað og írónískt,
í Ofvita og Aðli. Pétur Gunnarsson svarar þessu réttilega í niðurlagi seinna
bindis ævisögunnar á þá leið: „En það er með Þórberg, eins og okkur hin:
hann er margir. Þær á annað hundrað dagbóka sem hann lét okkur í té
minna á glerstrendingana sem í stað þess að endurvarpa spegilmynd deila
henni upp í óteljandi myndbrot“ (258). Og myndin sem fæst af Þórbergi
ef ferðast er um þessar sjálfs/ævisögur er einmitt þannig. Þar eru vissulega
fastir punktar — Hali, Bergshús, Hringbraut — Bréf til Láru, Ævisaga
Árna Þórarinssonar, Sálmurinn um blómið— staðir og verk, en maðurinn
sem birtist er brotakenndur, mótsagnakenndur og stundum fjarverandi eða
í hlutverki einhvers annars.
Gjöfular, frekar eða gloppóttar heimildir
Nokkra athygli vekur við lestur ævisögu Péturs hve ólík bindin tvö eru. Eins
og áður segir þarf höfundurinn í fyrra bindinu að glíma við Ofvitann og
Aðalinn, og þótt athugasemd Péturs hér að ofan sé rétt, þá eru verkin engu
að síður fyrirferðarmikil heimild, allt að því uppáþrengjandi. Þá reynir Pétur
sig töluvert við sviðsetningar í fyrra bindinu — umdeilda aðferð í ævisögum
— og tekst misvel upp. Í seinna bindinu eru aðrar og að sumu leyti ferskari
heimildir sem verða meira áberandi og sviðsetningum fækkar verulega. Text-
inn verður að því leyti samfelldari og jafnari að gæðum. Í fyrra bindinu eru
234 gunnþórunn guðmundsdóttir skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 234