Skírnir - 01.04.2010, Page 236
finningalífi hans, sambandi hans við konu sína, vini og kollega. Þannig er
tekið á ýmsum hliðum á flóknu sambandi hans við Halldór Laxness, tengsl
þessara tveggja höfunda sem eilíflega voru spyrtir saman og þröngvað til
samkeppni, en segja þó einnig sögu af vináttu og pólitík, eins og svo margt
sem þá báða snertir. Þá reynir Pétur ekki síður að skilja og tjá margbrotið
samand Þórbergs og Margrétar, eiginkonu hans. Einkalífið er snar þáttur í
hvunndegi okkar allra og því er einmitt haldið á lofti hér. Félagslíf og vin-
áttubönd, sem almennt telst til hversdagsins og sætir sjaldnast stórtíðindum,
er hér nýtt til að fylla upp í myndina af manninum. Pétur útlistar til að
mynda félagslíf vinahópsins á einkar lifandi hátt, (þótt þar slæðist inn sú
villa að afi minn og amma hafi búið á Bergþórugötu en ekki á Barónsstíg,
en það er nú bara handan við hornið og byrjar líka á bé). En í þessum sam-
böndum afhjúpast skáldadraumar, tíðarandi, pólitík og tilfinningalíf á oft
fíngerðan en afgerandi máta. Og allt þetta heldur Pétur mjög vel utan um.
Það væri hentugra fyrir ævisagnaritara ef líf aðalpersónunnar væri slétt
og fellt og auðskiljanlegt — ekki brotakennt og fullt af mótsögnum og ein-
kennilegum áhugamálum. Það sama gildir um höfundarverkið, ef það væri
eins samfellt og áferðarfallegt og kilirnir sem fagurlega mynda einn útvegg
hússins sem hýsir Þórbergssetur, þá þyrfti ævisagnaritarinn ekki annað en
að stökkva frá kili til kjalar með nokkrum orðum um þróun og þroska höf-
undarins. Kilirnir á veggnum eru allir eins, glansandi fínir, eins heildarútgáfu
verka sæmir. En höfundarverk Þórbergs Þórðarsonar er ekki þannig og að
því leyti er hinn fallegi veggur í Suðursveit blekking. Höfundarverkið er
skrykkjótt, gloppótt og flakkar á milli tegunda. Þessi ósamstæða og sér-
kennileiki í höfundarverkinu kemur skýrt fram hjá Pétri. Löngu hléin milli
útgáfu verkanna, misgóðar viðtökurnar og þýðingaplönin sem að engu urðu,
koma í veg fyrir hefðbundna sögu um stórskáldið. Lýsingarnar á verkunum
eru einnig oft sannfærandi og fullar af innsæi. Pétur gengur að breiðu saman -
burðarsviði — til dæmis með gjöfular tengingar við frönsku hefðina með
sínum mikilvægu sjálfskrifum eftir höfunda á borð við Rousseau og Proust.
Það er fátt jafn fráhrindandi fyrir forvitinn lesanda og röð af samstæðum
kjölum í hillu — ,oeuvres complete‘ og ,samlede værker‘ — það er eins og
maður verði að þrífa þau öll af hillunni í einu og lesa í einum rykk. En hér
er sérstæða hvers verks skýr og fær sín eigin einkenni og ljóma.
Hver er maðurinn?
Það er margt óútskýrt og líklega óútskýranlegt í fari Þórbergs. Hvaðan
kom mælingaráráttan og til hvers var hún? Hvers vegna þessi hollusta við
236 gunnþórunn guðmundsdóttir skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 236