Skírnir - 01.04.2010, Side 239
239verðugur bautasteinn jóns leifs
Lesendur geta fagnað því að Árni Heimir brást ekki við orgelkonsert-
inum á sama hátt og flestir tónleikagesta hjá Prússnesku listaakademíunni
í Singakademie við Unter den Linden í Berlín 10. mars 1941, þegar Jón
stjórnaði sjálfur flutningi konsertsins. Kristján Albertsson, rithöfundur og
sendiráðunautur, var á tónleikunum og segir svo frá þeim í afmælisgrein
um Jón sextugan:
Jón Leifs var síðastur á efnisskránni … og stjórnaði verki sínu Hljóm-
leik fyrir orgel og hljómsveit. Ég sat á svölum og sá ekki niður í salinn,
sá ekki að fólk var að ganga út allan tímann meðan verkið var leikið,
svo að örfáir voru eftir í lokin. Mér fannst verk Jóns Leifs stórfenglegt,
og ég bjóst við að eftir lok þess myndi húsið leika á reiðiskjálfi af
fögnuði. En við vorum víst innan við tuttugu sem klöppuðum, og
langt hver frá öðrum í hinum stóra, nærri tóma sal. Jón Leifs sneri sér
við og hneigði sig brosandi, og við klöppuðum lengi þessir tuttugu,
og hann hélt áfram að hneigja sig til hægri og til vinstri og upp til sval-
anna, með hressilegum ánægjusvip, eins og þetta væri fágætur sigur,
lengra yrði varla komist í einlægri viðurkenningu frá fáum réttlátum
og hákvalífíseruðum áheyrendum. Kannske er þetta dauðastund
hinnar leifsku tónlistar í Þýskalandi hugsaði ég — vel skipulagt líflát.
Og mér datt í hug ljóðlína eftir Þorstein Erlingsson: Svo kunna ekki
dónar að deyja.
Árni Heimir kallar fram fleiri vitni um þessa tónleika og segir, að þýskir
fjölmiðlar hafi allir verið á einu máli „um að hér væri um að ræða fátítt
hneyksli“. Tveimur mánuðum eftir tónleikana hefði öllum nótum af verk -
um Jóns sem fundust í bókasafni Prússnesku listaakademíunnar verið skilað
til forlagsins Kistner & Siegel.
Jón Leifs hélt heim til sín að tónleikunum loknum og hóf að semja
Sögusinfóníuna til að sýna Þjóðverjum í tvo heimana með því að ögra
sjálfum Richard Wagner. Jón taldi Wagner hafa ranga og of milda sýn á
hinn norræna menningararf.
Undir lok bókar sinnar segir Árni Heimir þetta um flutning verka Jóns
Leifs í Berlín:
Þegar þýski hljómsveitarstjórinn Andreas Peer Kähler stýrði Hinstu
kveðju og Heklu í Fílharmóníunni í Berlín 6. janúar 1997 var loksins
komið að því að Jón fengi uppreisn æru í Þýskalandi. Í göngufæri við
Fílharmóníuna, rétt austan við Brandenborgarhliðið, stendur Singaka-
demie þar sem orgelkonsertinn hafði áður hlotið svo afleitar viðtök -
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 239