Skírnir - 01.04.2010, Page 241
241verðugur bautasteinn jóns leifs
köflum, sem eru greindir frá meginmáli bókarinnar. Á þann veg er meiri
samfella í frásögninni, án þess að lesandinn fari á mis við skýringar Árna
Heimis á tónverkunum, kjósi hann að kynna sér þær.
Af orðum Árna Heimis má ráða, að í samtímanum séum við betur búin
undir að hlusta á tónlist Jóns Leifs en þeir, sem kynntust henni á fyrri hluta
og um miðbik síðustu aldar. Í bókinni segir:
Það er engin tilviljun að vegur Jóns fór aftur vaxandi einmitt um sama
leyti og Arvo Pärt og Henryk Górecki fönguðu athygli hlustenda víða
um lönd. Þegar einræði módernismans leið undir lok skapaðist aukið
svigrúm fyrir jaðartónskáld sem höfðu farið á svig við meginstrauma
aldarinnar.
Andreas Peer Kähler, sem áður er getið vegna Jóns Leifs-tónleika í Berlín
1997, kom ári síðar hingað til lands og stjórnaði verkum eftir Arvo Pärt á
tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur.
Í hinni nákvæmu greinargerð Árna Heimis um tónverk Jóns Leifs
saknaði ég frásagnar af því stórvirki að tölvusetja öll tónverk hans. Í tilefni
af hundrað ára afmæli Jóns 1999 ákvað ríkisstjórnin að varið skyldi 13 millj-
ónum króna til verksins, en það hófst árið 1997. Að þessu er unnið undir
forystu Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og samkvæmt upplýsingum þaðan
hafa nú verið tölvusettir 42 titlar af 185, sem tilgreindir eru eftir Jón í gagna-
grunni miðstöðvarinnar. Fjöldi titlanna vekur athygli miðað við tónverka-
skrána í bók Árna Heimis. Í einhverjum tilvikum er vafalaust um tvítekn -
ingu að ræða og innan hvers verks hljóta fleiri en einn titill að vera skráðir.
Flest af stærstu verkum Jóns hafa verið tölvusett; þó er ekki fulllokið við
Eddurnar og Sögusinfónían er enn ekki tölvusett, þótt hún sé flutt öðru
hverju.
Ekki er ólíklegt, að bók Árna Heimis verði til þess að vekja enn meiri
áhuga en áður á að flytja verk Jóns Leifs og ætti hún þá jafnframt að verða
mönnum hvatning til að ljúka tölvusetningu verkanna. Með því er lagður
grunnur að því, að unnt sé að flytja þau. Af frásögn Árna Heimis má ráða,
að ekki sé alltaf auðvelt að ráða fram úr nótnaskrift Jóns.
Auk nákvæmra skráa vegna tónverkanna birtir Árni Heimir ritaskrá
Jóns á sex blaðsíðum. Heimildaskrá er ítarleg og að sjálfsögðu er nafnaskrá
í bókinni auk skrár yfir hinar fjölmörgu myndir. Að þessu eins og öðru
leyti er bókin hin vandaðasta.
Undirtitill hennar er Líf í tónum og hittir hann vel í mark, því að ástríða
Jóns sem tónskálds yfirskyggði allt annað í lífi hans. Er raunar illskiljanlegt,
hvernig hann og síðar fjölskylda hans hélt út á Þýskalandsárunum en
skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 241