Skírnir - 01.04.2010, Page 248
Á öndverðum sjöunda áratugnum kom textíllistin fram á sjón-
arsviðið víða um hinn vestræna heim sem nútímalegur listmiðill og
náði fljótlega miklum og almennum vinsældum, en hún hefur það
fram yfir aðra miðla að grunnefniviðurinn er náttúruefni sem allir
þekkja og hafa komist í nána snertingu við.
Um þetta leyti var listhugtakið að gerjast og hefur æ síðan verið
fljótandi. Mörkin á milli hina svokölluðu „fögru lista“ og handverks
leystust upp en það var helst í textílnum sem hin hefðbundnu mörk
milli handverks og myndlistar voru rofin og nýr listmiðill varð til.
Rætur nútímatextílsins má rekja aftur til Bretans Williams Morris
(1834–1896), sem var ástríðufullur aðdáandi miðaldalistar og vildi
vinna listhandverkinu þann virðingarsess sem það hafði fyrr á
tímum. Hann var upphafsmaður hreyfingarinnar „The Arts and
Crafts Movement“ sem óx fram á tímum iðnbyltingarinnar miklu
á síðari hluta 19. aldar og lagði áherslu á góða hönnun handverks.
Morris var auk þess mjög umhugað að koma einnig að hönnun
hinnar verksmiðjuframleiddu vöru sem streymdi á markaðinn, ekki
síst frá hinum fjölmörgu vefnaðarverksmiðjum í Bretlandi.
Svipuð vakning átti sér stað í öðrum löndum, þar á meðal í
hinum þekkta listaskóla, Staatliches Bauhaus, sem var stofnaður í
Weimar í Þýskalandi af Walter Gropius árið 1919, en helsta mark -
mið hans var að sameina arkitektúr, handverk, myndlist og tækni.
Þrátt fyrir yfirlýsingu Gropiusar um að ríkja skyldi jafnræði milli
kynja og listmiðla, virðist sem hefðbundinn virðingarstigi æðri lista
og handverks hafi ráðið því að það féll í hlut kvenna að reka textíl -
deild Bauhaus, sem varð með tímanum einn af hornsteinum skól -
ans.
Deildina leiddu hæfileikaríkar konur á borð við Guntu Stölzl
(1897–1983) og Anni Albers (1899–1994) sem endursköpuðu mið -
il inn, innleiddu nýja tækni og gerðu tilraunir með efni á borð við
leður, málma, sellófan og gerviefni. Í upphafi voru margir textíl -
anna unnir eftir fyrirmyndum nemenda við málaradeild skólans,
en brátt tóku vefarar textíldeildarinnar að vinna eftir eigin fyrir-
myndum og þaðan streymdu abstrakt textílar sem eru með því
framsæknasta sem unnið var á meginlandi Evrópu á árunum milli
heimsstyrjaldanna.
248 hrafnhildur schram skírnir
Skírnir vor 2010 með Guðna-NOTA_Layout 1 19.4.2010 15:24 Page 248