Skírnir - 01.04.2015, Page 6
Engar hljóðupptökur eru leyfilegar, aðeins orðið fyrirgefðu
má taka upp.
Maður getur ekki farið til baka og breytt nokkurri
kennd.
Þess vegna, og þó hann geri allt þetta, mun friður koma.
Bergsveinn Birgisson þýddi.
6 cecilie løveid skírnir
Cecilie Løveid (f. 1951) er meðal fremstu skálda í Noregi og hefur gefið út átta
ljóðbækur. Hún fæst við flestar greinar bókmennta; ljóðlist, skáldsögur, leikrit,
barnabækur og texta fyrir listræna gjörninga. Leikritin hennar hafa verið vinsæl bæði
innanlands og utan, og síðasta leikrit hennar «Visning» (Sýning), hlaut Kritikerprisen
2014.
Ljóðið Refsing á rætur að rekja til atburða í Noregi sem skóku heimsbyggðina
22. júlí 2011, þegar hryðjuverkamaður að nafni Anders Behring Breivik sprengdi
höfuðstöðvar norsku ríkisstjórnarinnar í Osló í loft upp. Átta manneskjur fórust og
fleiri tugir slösuðust alvarlega. Þessu næst fór hann út til lítillar eyju í Oslófirðinum,
Úteyju, þar sem ungliðahreyfing Verkamannaflokksins hafði sumarbúðir. Þar gekk
hann í land klæddur sem lögreglumaður, og skaut 69 ungmenni til bana, og særði
marga fleiri. Anders Behring Breivik telur sjálfur að aðgerðir sínar byggi á hug-
myndafræðilegum grunni. Árið 2012 var hann dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir fjölda-
morð og hryðjuverk, en í þessu ljóði fær hann annars konar refsingu sem felst í því
að hann skuli vera til staðar í lífunum sem hann hefur eyðilagt, fylla upp í tómarúmið
sem hann bjó til í svo mörgum fjölskyldum. Ljóðið stillir þannig upp frumstæðum
hvötum mannsins á móti þeirri skynsemi og rökvísi sem einkennir lagatexta og
dómsvaldið almennt, amk. á yfirborðinu. Þessu ljóði Cecilie hefur verið afar vel tekið
í Noregi, og um það skapast mikil umræða. Ástæður þessa gætu falist í því að skáldið
orðar og myndgerir þær frumstæðu hvatir og tilfinningar sem svo margar mann-
eskjur finna fyrir undir niðri, en sem eru nánast orðnar tabú í nútímasamfélaginu, og
ekki síst í hinni opinberu og skynsemisbundnu umræðu. BB.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 6