Skírnir - 01.04.2015, Page 17
17forseti … guðfaðir útrásarinnar
aði: Íslensku bankana þrjá — sérstaklega Kaupþing sem væri orðinn
eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum á Norðurlöndum — Baug
Group, Actavis, Össur og Icelandair. Íslendingum hefði tekist á
síðustu árum að skapa nýtt hagkerfi í landinu sem tvinnaði saman
innlenda reynslu og alþjóðlegar hugmyndir.
Á fyrsta degi ágústmánaðar 2004 tók Ólafur Ragnar við emb-
ætti forseta Íslands í þriðja sinn. Í innsetningarræðu sinni flutti hann
þjóðinni boðskap sem átti eftir að vera hans leiðarstef allt fram að
Hruninu haustið 2008. Að hætti leiðtoga sagði forseti Íslands þjóð
sinni sögu af vegferð hennar í fortíð, nútíð og framtíð:
• Fortíð Íslands. „Það var kraftaverk hvernig þjóðinni tókst á
fyrri öldum að þrauka þrátt fyrir harðræði, drepsóttir, eldsum-
brot, erlenda áþján og innlenda misklíð. Þá var vitneskjan um
fyrri örlög bundin í fögur ljóð og forna texta, kveikja vonar og
seiglu, atorku og úthalds, mótaði frelsisþrá sem breyttist í
þjóðarvitund þegar sjálfstæðisbaráttan varð köllun Íslendinga.“
• Nútíð Íslands. „… leitun mun vera að landi sem tekið hefur
slíkum framförum sem Ísland á lýðveldistíma. Sá árangur felur
okkur margvíslegar skyldur, bæði við komandi kynslóðir í
landi okkar, en einnig við heimsbyggðina, aðrar þjóðir sem
glíma við mikinn vanda og vilja gjarnan læra af okkar reynslu.
Við erum nú samábyrg í veröldinni, örlög fólks í öllum álfum
samtvinnuð. Tryggðin við heimabyggð og þátttaka í umsköpun
heimsins eru leiðarstef sem móta munu lífshlaup unga fólksins.
Aldrei fyrr hafa æsku Íslands verið búin slík tækifæri. Aldrei
fyrr hefur hún átt betri kost á að vera í senn góður Íslendingur
og sannur heimsborgari.“
• Framtíð Íslands. „Lýðræðisandi Íslendinga er leiðarljósið sem
vísar veginn. Við erum nú heimsborgarar á öllum sviðum og at-
hafnir okkar verða í vaxandi mæli undir smásjá alþjóðasam-
félagsins. Svörin sem við gefum, þau vega og meta aðrar þjóðir.
Vandi okkar verður því mikill. Við munum þó reynast honum
vaxin, einkum vegna liðsaukans sem okkur hefur nú bæst frá
ungu fólki sem óðum er að hasla sér völl á öllum sviðum sam-
félagsins, kynslóð sem þegar hefur náð árangri á heimsvísu í vís-
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 17