Skírnir - 01.04.2015, Page 18
indum, listsköpun og athafnalífi. Menntun og hæfileikar unga
fólksins, agi, sjálfstraust og framfarahugur hafa á skömmum
tíma fært Íslendingum stórbrotna ávinninga á alþjóðavelli. […]
Raunhæf framtíðarsýn, hugsjónarík og byggð á traustri þekk-
ingu er verkefni dagsins, bæði nú og á komandi árum. Það er
heillandi verkefni að taka þátt í því með þjóðinni allri að móta
slíka framtíðarsýn og gera hana síðan að veruleika. Ég heiti því
að á þessari stundu þegar mér er í þriðja sinn falin sú ábyrgð
sem fylgir embætti forseta íslands að vinna að slíkum verkum af
heilum huga og öllum kröftum.“ (Ólafur Ragnar Grímsson
2004b)
Innsetningarræðan var sannarlega kröftugur boðskapur.11 Ekki
verður annað séð en að Ólafur Ragnar teldi að baráttunni fyrir innra
sjálfstæði landsins væri í raun lokið, lýðræðið í landinu öflugt og
byggðist á þjóðlegri arfleifð, hagkerfið hefði tekið stakkaskiptum
og mörg íslensk fyrirtæki væru orðin alþjóðleg enda hefði heimur-
inn breyst og „opnast þeim sem búa yfir sköpunarmætti og fram-
kvæmdagleði leiðir til að leggja undir sig heiminn“. Vaxtar mögu leikar
lítilla fyrirtækja eru ekki lengur takmarkaðir með hefðbundnum
hætti ef þau eru „stofnuð af fólki með frumkvöðulshæfileika hvort
sem við tökum sem dæmi America Online í Bandaríkjunum eða Ís-
lenska erfðagreiningu á Íslandi …“12
Haustið 2004 lét Davíð Oddsson af starfi forsætisráðherra og
Halldór Ásgrímsson tók við. Davíð hafði þá verið formaður Sjálf -
stæðisflokksins og forsætisráðherra í þrettán ár, eða allt frá árinu
1991. Í þingkosningum 2003 hafði Sjálfstæðisflokkurinn tapað tals-
verðu fylgi en aðalkeppinauturinn, Samfylkingin með Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur sem forsætisráðherraefni, unnið mikið á.13
18 svanur kristjánsson skírnir
11 Í dagbókum greinarhöfundar er m.a. að finna örstuttar athugasemdir um ræður
Ólafs Ragnars Grímssonar allt frá 1996. Ræðurnar fá afar misjafna dóma en um
þessa ræðu segir einfaldlega: „ÓRG flutti mjög góða innsetningarræðu.“ Ég hygg
að sú hafi einnig verið skoðun mikils meirihluta Íslendinga.
12 Ólafur Ragnar Grímsson 2000. Ræða í Los Angeles 5. maí, sbr. neðanmálsgrein
nr. 10.
13 Sjálfstæðisflokkurinn fékk 33,7 % atkvæða og 22 þingmenn en Samfylkingin
31,0 % og 20 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn var sem fyrr með mest fylgi allra
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 18