Skírnir - 01.04.2015, Page 23
23forseti … guðfaðir útrásarinnar
ago, crossing unknown oceans and successfully arriving in virgin lands.
(Ólafur Ragnar Grímsson 2005a)
Forsetinn sagðist ekki vilja greina opinberlega frá formúlunni að
baki útrásarvelgengni Íslendinga . Slíkt myndi skaða samkeppnis-
forskot okkar en Ólafur Ragnar lét nægja að boða enn frekari inn-
rás Íslendinga á erlenda markaði, einkum Bretland: „You ain´t seen
nothing yet.“
Í maí 2005 ávarpaði forsetinn hinn virðulega Walbrook Club mitt í hjarta
fjármálahverfisins í London í félagsskap helstu valdamanna í bresku
viðskipta- og fjármálalífi. Ólafur Ragnar endurtók fyrri orð um að eigin-
lega ættu Íslendingar ekki að segja frá leyndarmálum viðskiptaævintýra
sinna. Fyrir orðastað vinar síns, Polumbo lávarðar, hefði hann hins vegar
ákveðið að fara um þau nokkrum orðum (Ólafur Ragnar Grímsson 2005b).
Fyrst kom upptalning á nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem
höfðu haslað sér völl svo um munaði á erlendum mörkuðum: Baug -
ur, Avion Group, Actavis, Össur, Kaupthing Bank og Bakkavör. Í
Belgrade-fyrirlestrinum í desember 2004 tilgreindi forsetinn sex
atriði sem útskýrðu einstakan árangur Íslendinga í viðskiptum. Nú,
um hálfu ári síðar, hafði orsakaþáttunum fjölgað í þrettán. Meg-
inskýringin hélst hins vegar óbreytt: Hinir íslensku athafnamenn
eru að upplagi afburðamenn, vinnusamir, skapandi og áræðnir
frumkvöðlar. Samkeppni á íslenskum innanlandsmarkaði er einnig
svo hörð að þeir sem þar skara fram úr eru líklegir til að spjara sig
hvar sem er. Íslendingar eru öðruvísi — þess vegna gengur þeim vel
í viðskiptum á alþjóðamörkuðum. Í lokaorðum endurtók Ólafur
Ragnar fyrri ummæli sín frá Avion Group ræðunni: „You ain’t seen
nothing yet“ — sem urðu eins konar einkunnarorð íslensku út-
rásarinnar.
Í ávarpinu í Walbrook Club var forseti Íslands í raun að útskýra
hvers vegna Íslendingar, íslensku „athafnaskáldin“ og íslenska út-
rásin ættu erindi við alla heimsbyggðina. Þeir næðu meiri árangri
en aðrir með því að hafna öllum meginatriðum í þeirri viðskipta fræði
og stjórnunarkenningum sem höfð voru að leiðarljósi í stórfyrir-
tækjum og viðskiptaháskólum austan og vestan Atlantsála. Í stað
áherslu á formlega starfshætti, formleg vinnubrögð, innbyrðis sam-
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 23