Skírnir - 01.04.2015, Page 26
eða stofnun Alþjóðavers (Global Center) var sett á fót, m.a. til að
aðstoða forsetaskrifstofuna í alþjóðlegum verkefnum sínum í þágu
atvinnulífsins. Að frumkvæði forsetans var Alþjóðaver fjármagnað
af helstu forystumönnum íslensks atvinnulífs.22
Í innanlandsstjórnmálum skipuðust mál einnig þannig að staða
forsetans styrktist. Haustið 2005 lét Davíð Oddsson nefnilega af
embætti utanríkisráðherra og hætti einnig sem formaður Sjálf -
stæðis flokksins. Forsetinn þurfti því ekki lengur að kljást við tvíeyki
forystumanna ríkisstjórnarinnar, Davíð Oddsson og Halldór Ás-
grímsson, sem lengst af unnu mjög náið saman.23 Geir H. Haarde
varð utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins ítrekaði að vísu nauðsyn þess að afnema
„synjunarvald“ forsetans, en allur málflutningur Geirs þar um var
mjög hófstilltur og laus við persónulegar árásir á Ólaf Ragnar.24
Eftir sigursælt ár á erlendum vettvangi 2005 var forseti Íslands
augljóslega reiðubúinn til að skýra ítarlega fyrir samlöndum sínum
og heiminum öllum Útrásina, hvernig hún var til komin, hver væru
helstu einkennin og hvert hún stefndi í framtíðinni. Forseti flutti
stefnumarkandi fyrirlestur sinn þar um þann 10. janúar 2006 hjá
Sagnfræðingafélaginu.25
Í meginatriðum var málflutningurinn á sömu nótum og áður:
Útrásin er séríslensk, sprottin úr íslenskum jarðvegi, landnámsöld-
inni og hinu forna þjóðveldi. Síðari tíma atburðir höfðu einnig áhrif,
26 svanur kristjánsson skírnir
22 Sbr. Guðjón Friðriksson 2008: 547. Kristján Guy Burgess var forsvarsmaður
Alþjóðavers sem starfaði náið með forsetanum að ýmsum verkefnum og fór
„með honum í ýmsar ferðir. Má þar nefna loftslagsmál, forvarnarmál, alnæmis-
mál og jarðhitamál“( Guðjón Friðriksson 2008: 548).
23 Þar með var lokið sameiginlegri ríkisstjórnarsetu Davíðs Oddssonar og Hall-
dórs Ásgrímssonar sem staðið hafði allt frá árinu 1995. Í apríl 1998 tilkynnti
Davíð að Halldór yrði sinn staðgengill sem forsætisráðherra og Davíð staðgeng-
ill Halldórs sem utanríkisráðherra. Davíð gat þess einnig að þessi tilhögun væri
fordæmalaus eða fordæmalítil. Sbr. „Halldór staðgengill Davíðs“ 1998. Venjan
var að staðgengill hvers ráðherra væri samflokksráðherra hans.
24 Morgunblaðið, 17. október 2005, birti landsfundarályktunina og ræðu Geirs H.
Haarde.
25 Fyrirlesturinn var fluttur á íslensku: „Útrásin: Uppruni — Einkenni — Fram -
tíðarsýn“ en einnig þýddur á ensku: „Icelandic Ventures“. Báðar útgáfur er að
finna á vefsíðu forsetaembættisins (Ólafur Ragnar Grímsson 2006a).
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 26