Skírnir - 01.04.2015, Page 27
27forseti … guðfaðir útrásarinnar
einkum áhrifin frá Vesturheimi: „Lykillinn að árangrinum sem út-
rásin hefur skilað er fólginn í menningunni, arfleifðinni sem nýjar
kynslóðir hlutu í vöggugjöf, samfélaginu sem lífsbarátta fyrri alda
færði okkur, viðhorfum og venjum sem eru kjarninn í siðmenningu
Íslendinga.“ Forsetinn lagði sérstaklega áherslu á að útrásin byggði
m.a. á áhættusækni, „að eiga auðvelt með að taka áhættuna, að þora
þegar aðrir hika, kannski vegna þess að lífi sjómannsins fylgir jafnan
hætta og útrásin er eins konar róður á ný mið“. Íslendingar geta líka
snúið aftur í öryggið heima ef illa fer, en athafnamenn í sumum
öðrum löndum „verða hins vegar oft að leggja velferð fjölskyld-
unnar á vogarskálar áhættunnar“.
Á heildina litið má segja að í fyrirlestrinum hafi forsetinn gefið
útrásinni víðari merkingu en áður:
„Útrásin er þó staðfesting á einstæðum árangri Íslendinga, fyrirheit um kröf-
tugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins í við skiptum og
fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar sem hugsun og
menning, arfleifð og nýsköpun eru forsenda framfara.“ Enn sannist að með
sköpunarkrafti geta smá ríki öðlast lykilstöðu „því sagan sýndi að nýsköpun
og áfangar í þróun siðmenningar gætu birst með skýrum hætti í fámennum
samfélögum. Flórens og Feneyjar á tímum endurreisnar, Aþena og Róm til
forna myndu á okkar tímum teljast til smæstu ríkja heims.“
Að því best verður séð féll málflutningur forsetans í góðan jarðveg
þó að einstaka gagnrýnisraddir heyrðust, einkum frá tveim sagn -
fræðingum.26 Fáir tóku opinberlega undir þessi neikvæðu ummæli
um útrásartal forsetans eða útrásina yfirleitt. Forsetinn lét þeim til
að mynda ósvarað. Öðru máli gegndi um gagnrýni erlendra mats-
fyrirtækja, banka og fjölmiðla á íslenskt efnahagslíf. Í lok febrúar
2006 breytti alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lánshæfishorfum ríkis -
sjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Við það féll bæði íslenska krónan
og verð hlutabréfa. Enn verri fyrir Íslendinga var greining Danske
skírnir
26 Sjá Sigurður Gylfi Magnússon (2006) og Sigrún Pálsdóttir (2006). Bæði töldu
röksemdir forsetans haldlausar, byggðar á upphafinni þjóðernisdýrkun sem hann
notaði til að réttlæta útrásina en kjarni hennar væri — með orðum Sigurðar Gylfa
— nýkapítalismi og hnattvæðing, frjálst flæði fjármagns og upplýsinga ásamt
ótakmörkuðum tækifærum „til að fara ránshendi um atvinnulífið ef svo bar
undir“. Sjá einnig Kristínu Loftsdóttur 2007.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 27