Skírnir - 01.04.2015, Page 28
Bank sem birti í mars 2006 ítarlega rannsókn á ástandi og horfum í
íslensku efnahagslífi.27 Rannsóknarskýrslan er mjög dökk því að
spáð var að innan tveggja ára myndi þjóðarframleiðsla mjög senni-
lega falla um 5–10% og gengi krónunnar falla. Í kjölfarið færi
verðbólga yfir 10%. Samtímis væri mikil hætta á fjármálakreppu,
enda væru íslensku bankarnir afar skuldsettir; í heild væru skuldir
Íslendinga erlendis þrisvar sinnum hærri en þjóðarframleiðsla lands-
ins, þar af væru skammtímaskuldir meira en helmingur þjóðar-
framleiðslunnar.
Forseti Íslands virtist líta á neikvæða greiningu erlendra aðila á ís-
lensku efnahagslífi sömu augum og gagnrýni á útrásina yfirhöfuð.
Um væri að ræða staðlausa stafi sem óþarfi væri að svara efnislega.
Þó var þarna sá munur að hætta væri á að neikvæð umfjöllun út-
lendinga gæti stórskaðað útrásarfyrirtækin og hagsmuni landsins.
Forsetinn lagði því lönd undir fót til að útskýra dásemdir útrásarinnar
fyrir efasemdarfólki. Fyrst lá leiðin til Finnlands. Þar flutti hann tvö
erindi í Helsinki sama daginn, annað þeirra á viðskipta ráðstefnu í
boði Kaupthing Bank (Ólafur Ragnar Grímsson 2006b, 2006c).
Næsta dag var forsetinn kominn ásamt fylgdarliði til London og hélt
erindi á viðskiptaráðstefnu. Þar töluðu einnig útrásarforstjórarnir
Sigurður Einarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason.28
Boðskapur forsetans í þessum ræðum var beinskeyttur og af-
dráttarlaus, enda ætlun hans „meðal annars að snúa vörn í sókn í
þágu íslenskrar útrásar“ (Guðjón Friðriksson 2008: 477).
Ólafur Ragnar sagði að íslenska útrásin stæði með miklum
blóma og allar fregnir um hið gagnstæða væru einfaldlega byggðar
á vanþekkingu á íslensku efnahagslífi sem væri að hluta til Íslend-
28 svanur kristjánsson skírnir
27 Rannsóknarskýrslan ber heitið „Iceland: Geyser crisis“. Um aðdraganda og hrun
íslensku bankanna, sjá Gudrun Johnsen 2014, hér einkum 83–90; einnig Guðrún
Johnsen 2014.
28 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði mjög mikil samskipti við þessa
þrjár frumkvöðla úrásarfyrirtækjanna, sbr. Guðjón Friðriksson 2008. Samstarf
forsetans og Sigurðar Einarssonar, forstjóra Kaupthing Bank, var samt sýnu
mest, sbr. t.d. Guðjón Friðriksson (2008: 465): „Frá árinu 2000 hefur Ólafur
Ragnar unnið með Sigurði Einarssyni að mörgum málum, bæði í þágu bankans
og annarra málefna. Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á
síðari árum.“
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 28