Skírnir - 01.04.2015, Page 34
jarðhita.32 Á ráðstefnunni flutti einnig erindi Ásgeir Margeirsson,
forstjóri Geysis Green Energy. Í máli forsetans og Ásgeirs kom
fram að íslenska orkufyrirtækið Icelandic American fyrirhugaði
miklar jarðboranir í Kaliforníu og stefndi að opnun skrifstofu í Los
Angeles — sem og gert var síðar á árinu að viðstöddum forseta Ís-
lands. Árni Magnússon, framkvæmdastjóri orkusviðs Glitnis, sagði
að gerlegt væri „að sexfalda raforkusölu frá jarðvarmavirkjunum í
Bandaríkjunum úr 1,8 milljörðum Bandaríkjadala í 11 milljarða
Bandaríkjadala á ári. Mögulegt væri að jarðvarmavirkjanir gætu
annað 20% af orkuþörf Kaliforníu, 60% af orkuþörf Nevada og
30% orkuþarfar Hawaii“ (Dagskrá forseta. 2007, 13. okt.). Glitnir
og íslensku orkufyrirtækin ætluðu sé augljóslega stóra hluti í
Bandaríkjunum.
Í september 2007 hélt forsetinn enn í ferð til Bandaríkjanna. Þar
tók hann á móti verðlaunum „fyrir forystu á alþjóðavettvangi í bar-
áttunni fyrir loftslagsbreytingum og fyrir að stuðla að nýrri sýn á
nýtingu hreinnar orku víða um heim“, flutti fyrirlestur um orkumál
í Harvard-háskóla og annan um sama efni á heimsþingi Clintons
fyrrum Bandaríkjaforseta, Clinton Global Initiative. Mikilvægasti
atburður heimsóknarinnar var samt vitnisburður forseta Íslands
fyrir þingnefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings og afhending
skýrslu forsetans, „A Clean Energy Future For The United States:
The Case of Geothermal Power“.33
Skýrslan var unnin með aðstoð margra sérfræðinga og ritstýrð
af Kristjáni Guy Burgess, „Executive Director of Global Center“.
Þar var leitast við að sýna fram á hvernig nýting jarðvarmaorku gæti
átt mikilvægan þátt í að þróa enn frekar hagkerfi í Bandaríkjunum
sem byggðist ekki á mengandi orkunotkun. Samvinna á milli Ís-
lands og Bandaríkjanna gæti þarna gegnt stóru hlutverki á sviði
tækni, vísinda og fyrirtækjarekstrar. Sérstaklega var bent á að ís-
lensk fjármálafyrirtæki hefðu nýlega ákveðið að leggja áherslu á að
fjármagna og fjárfesta í jarðvarmaverkefnum um heim allan. Einn
34 svanur kristjánsson skírnir
32 Í Morgunblaðinu, 6. sept. 2007 (Blað B),birtust tvær fréttir hlið við hlið um
opnun útibús Glitnis og orkumálaráðstefnuna.
33 Dagskrá forseta. 2007, 26. sept. Þar er skýrslan birt.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 34