Skírnir - 01.04.2015, Page 35
35forseti … guðfaðir útrásarinnar
stærsti banki landsins, Glitnir Bank, hefði lýst yfir að nýting end-
ur nýjanlegrar orku yrði eitt af þrem sérsviðum bankans á heims-
vísu.
Stórhuga útrásaráætlanir Íslendinga, einkum á sviði orkumála,
einskorðuðust ekki við Bandaríkin. Sjónum var sem fyrr beint til
Kína. Þangað flaug forsetinn í október 2007 í einkaþotu og var
flugið kostað af Glitni. Forsetinn tók þátt í Special Olympics en átti
m.a. einnig fund með Kínaforseta, utanríkisráðherra, viðskipta ráð -
herra og fimm öðrum ráðherrum. Á fundinum var „meðal annars
rætt um möguleika á stóraukinni samvinnu Íslendinga og Kína í
uppbyggingu hitaveitna í fjölmörgum stórborgum Kína“.34 Í ferð -
inni tók forsetinn þátt í mörgum viðburðum á vegum íslenskra
fyrir tækja: líftæknifyrirtækisins ORF, Bakkavarar, Eimskipa, Marels
og Össurar.35
Að öllum líkindum hafði útrásarmálflutningur forsetans á þess -
um tíma afar mikinn hljómgrunn. Ein ástæðan var að eftir þing-
kosningar vorið 2007 gengu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking
sam an til ríkisstjórnarsamstarfs. Geir H. Haarde varð áfram for-
sætisráðherra en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylk-
ingarinnar, utanríkisráðherra. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar -
innar var boðuð áframhaldandi útrás, m.a. sagt að tímabært væri
„að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekk-
ing og hugvit [fengi] notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja“
(Stefnu yfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
2007: 2).
Samanlagt höfðu stjórnarflokkarnir hlotið nær 65% atkvæða og
43 þingsæti. Fljótlega varð ríkisstjórnin hin vinsælasta í sögu lýð -
veldisins og um sumarið sögðust nær fimm af hverjum sex svar-
skírnir
34 Guðjón Friðriksson 2008: 461. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
var flug forsetans til Kína kostað af Glitni (Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal
og Kristín Ástgeirsdóttir 2010: 175).
35 „Sókn íslenskra fyrirtækja í Kína“ 2007, 2. okt. Forsetinn tók einnig á móti sendi-
nefndum frá fyrirtækjum í Kína á Bessastöðum. Eftir slíka heimsókn í júní 2007
skrifaði forsetinn bréf til forseta Kína þar sem hann lýsti yfir eindregnum
stuðningi við fyrirætlanir um samvinnu kínverska orkurisans Sinopec og ís-
lenskra fyrirtækja, þar á meðal Glitnis,við jarðvarmaframkvæmdir í Kína. Sbr.
Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir 2010: 176.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 35