Skírnir - 01.04.2015, Side 39
39forseti … guðfaðir útrásarinnar
menna hagsæld; þjóð sem getur boðið landsmönnum lífskjör á við
hið besta sem þekkist í veröldinni“. Síðan setti Ólafur Ragnar í
kunnuglegan gír, fluggír útrásarinnar:
Já, Íslendingar eru auðugri að tækifærum en nokkru sinni og æ fleiri leita
samstarfs við okkur, sjá í reynslu þjóðarinnar lærdóma og leiðsögn. Fram-
lag okkar getur því orðið langtum meira en kann að virðast við fyrstu sýn.
[…] Við höfum sannað að hægt er að umbreyta orkukerfi heillar þjóðar,
hverfa frá olíu og kolum, þróa öflugt atvinnulíf með nýtingu hreinna orku -
linda. Við eigum í krafti þess brýnt erindi við veröldina, einkum nú þegar
hættan af loftslagsbreytingum færir mannkyninu nýja ógn, svo hrikalega að
hvorki heimskreppa né heimsstyrjaldir duga til samanburðar. Ísland hefur
aldrei fyrr haft slíka kjörstöðu í veröldinni né búið að jafn öflugum auð -
lindum. […] Leiðtogar og áhrifamenn í Asíu, Afríku, Evrópu, Norður- og
Suður-Ameríku horfa til Íslands; leita liðsinnis okkar til að auka hlutfall
hreinnar orku á heimaslóð. Sendinefndir frá Mið-Austurlöndum, Indón esíu,
Tyrklandi, Ungverjalandi og víðar að koma hingað; oddvitar Kína og Ind-
lands líta á Ísland sem fyrirmynd og frambjóðendur til forsetakjörs þekkja
báðir vel árangur Íslendinga.
Í heimi forseta Íslands, guðföður útrásarinnar, var sem sagt bjart
fram undan hjá íslenskri þjóð. Ný lota útrásarinnar í góðum gír, í
þetta sinn í orkuútrásargír. Forystumenn úr öllum heimsálfum
hefðu komið til að leita ráða hjá Íslendingum.
Lýðveldissáttmálinn og forsetatíð
Ólafs Ragnars Grímssonar 2004–2008
Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari voru mikil innanlandsátök og
óstöðugleiki í stjórnmálum á Íslandi. Á einu og sama árinu, 1942,
voru t.d. við völd þrjár ríkisstjórnir. Í upphafi ársins sat Þjóðstjórn
þriggja flokka, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðu -
flokks. Um sumarið tók við minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks.
Þegar stjórnmálaflokkunum á Alþingi tókst ekki að mynda meiri-
hlutastjórn skipaði hinn innlendi handhafi konungsvaldsins, Ríkis-
stjóri Íslands, ríkisstjórn utanþingsmanna.
Átakamálin voru mörg. Ekki síst var deilt um grundvallaratriði,
um samband Íslands og Danmerkur og stjórnarskrá fyrirhugaðs
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 39