Skírnir - 01.04.2015, Side 54
furðanlegum hætti. Það eina, þá ljós guðs þekkingar og hans h[eilaga] orðs
upprann hér mitt í þeim skelfilegu heiðingdómsins myrkrum. Hið annað,
þegar anno 1540 að upprann aptur í þessu stipti það skæra og sáluhjálplega
evangelii ljós og sanna guð þekking og þjónusta mitt í þeim yfirdrotnandi
páfadómsins villu- og vantrúar-myrkrum …2
Hér er siðbótin, sem Jón nefndi að vísu ýmist „reformatíu“ eða
„siðaskipti“, skoðuð í hjálpræðissögulegu eða guðfræðilegu ljósi,
hún lögð að jöfnu við kristnitökuna sem annar af heilladrýgstu at-
burðum þjóðarsögunnar og raunar sem sköpunarverk Guðs meðal
þjóðarinnar. Mjög átti að vísu eftir að fjara undan því mati um daga
þjóðernisrómantískrar, pólitískrar sögutúlkunar á nítjándu öld og
fram um miðja þá tuttugustu en þá var litið svo á að siðbótin hafi
öðru fremur orðið til að þjóðin glataði sjálfstæði sínu.3
Rúmum 250 árum eftir að Jón í Hítardal ritaði Biskupasögurnar
fjallaði einn af leiðandi guðfræðingum okkar á sinni tíð, sr. Heimir
Steinsson (1937–2000) rektor í Skálholti, þjóðgarðsvörður og út-
varpsstjóri, um „samfélagsáhrif siðbótarinnar“ og nálgaðist hana
þar með úr mun veraldlegri átt. Þar spurði hann meðal annars:
Er það tilviljun, að velferðarríki 20. aldar hafa risið hæst í þeim löndum,
sem um aldir bjuggu við evangelisk-lútherska kristni og búa enn, að svo
miklu leyti sem þjóðarátrúnaður er virkur í þessum hluta heims um vora
daga? […] Ef svarið við spurningunni verður á þá lund, að ekki sé um að
ræða tilviljun, heldur sé unnt að finna bein eða óbein tengsl milli siðbótar-
innar og áður nefndra nútímahátta um Norðurlönd, leiðir af sjálfu sér, að
samfélagsáhrif lúthersku siðbótarinnar hafa aldrei verið meiri á þessum
slóðum en einmitt nú. (Heimir Steinsson 1989: 115–116)
54 hjalti hugason skírnir
2 Jón Halldórsson 1903–1910: 1. Tilvitnunin bendir til að Jón hafi ritað formálann
að Biskupasögunum um 1734. Við svipaðan tón kvað í inngangi að sögum
Hólabiskupa: „Þó að ljós sannarlegrar guðsþekkingar og þjónustugerðar upp
rynni nokkru fyr hér í Skálholtsstipti heldur en í Hóla biskupsdæmi, samt leið
ekki langt um … til þess að blessaður ljósanna faðir, Guð almáttugur, lét og svo í
Hólastipti ljós sinna h[eilögu] orða fram skína úr þeim dimmu páfadómsins
myrkrum svo fljótt og furðanlega, að öll páfans magt og hans erindreka, sem það
vildu hindra, féll þar niður í einu með fráfalli Jóns biskups Arasonar … (Jón
Halldórsson 1911–1915: 1).
3 Enn má greina þetta mat. Sjá Árni Daníel Júlíusson 2014: 244–246.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 54