Skírnir - 01.04.2015, Qupperneq 58
Í Biskupasögum Jóns í Hítardal er lýst slíkri sálarangist þótt
samúð höfundar sé öll með hinni nýju kirkjuskipan. Þar lýsti hann
mótþróanum sem Gissur Einarsson (um 1512–1548), fyrsti lúth -
erski biskupinn í Skálholti, mætti meðal annars svo:
En hér fyrir mætti hann stórri óvild og mótþróan, bæði af meira og minni
háttar fólki, sem ekki vildi láta af þeirra gömlum pápiskum átrúnaði og
siðum, en þverskallaðist að taka við hreinni guðs orða kenningu og
kirkjusiðum, mótmælti og lastaði hana, helzt þar því var skipað að afleggja
hégómlegar vantrúar ceremoniur, langar latínuþulur, í hvorum það skildi
ekkert, [sérlegra tíða lestra, talnasöngva, Maríutíðir, vissar föstur, vökur,
hringingar, processionir, áheit og annað fánýtt glaumur, hvar uppá það
bygði sína sáluhjálp, kallaði þessa umbreytingu stóra villu og þá alla for-
bannaða villumenn, sem með hana fóru og henni framfylgdu, s[v]o sumir
af gömlu prestunum lögðu af sér embættisgjörð [leturbr. HH]. (Jón Hall-
dórsson 1903–1910: 57)
Fullvíst má telja að spennuástand um það sem fólk byggði sáluhjálp
sína á hafi valdið mörgum sálarangist. Við svipaðan tón kvað í Bisk-
upa-annálum Jóns Egilssonar í Hrepphólum er hann segir að mörg -
um, bæði leikum og lærðum, hafi orðið „undarlega“ við boð skap
siðbótarmanna hér og haldið hann villu (Jón Egilsson 1856: 85).
Eitt af því sem ætla má að hafi vakið ugg og ótta í hugum margra
var spurningin um hver hefði vald til að breyta grundvallaratriðum
ef ekki í trúnni sjálfri þá í það minnsta iðkun hennar í helgisiðum og
öðrum trúarháttum. Líklegt er auk þess að alþýða á 16. öld hafi ekki
gert skýr skil á milli „innri“ og „ytri“ þátta trúarinnar, kenningar og
kirkjusiða, á sama hátt og mörgum er eiginlegt nú á dögum. Hér á
Íslandi beitti erlendur konungur og hópur ungra menntamanna sér
fyrir siðbótinni. Sú spurning hlaut að vakna hvort hlýða bæri þeim
eða Jóni Arasyni (1484–1550) sem harðast beitti sér gegn nýjung-
unum eða bíða jafnvel fyrirmæla hinnar alþjóðlegu kirkju, það er
páfa eða kirkjuþings, í þessum efnum. Björn Jónsson (1574–1655)
á Skarðsá lýsti þessari klemmu og þeim óróleika sem spratt af henni
og siðbótinni að öðru leyti á þennan hátt:
Almúginn á Íslandi skrifaði kong Christian þriðja til, að þeir hefði
meðtekið eina nýja ordinantíu og skikkan þeim senda, en þeir þeinktu það
58 hjalti hugason skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 58