Skírnir - 01.04.2015, Page 61
61siðbót og sálarangist
Fyrstu merki siðbótar og skelfilegar afleiðingar þeirra
Ógerlegt er að staðhæfa hvaða vitneskju eða hugmyndir íslenskur
almenningur hafði í lok fjórða áratugar 16. aldar um siðbótina og
framgang hennar í danska ríkinu, en árin 1536–1539 eru hið eigin-
lega siðbótarskeið í Danmörku eftir togstreitutíma sem staðið
hafði í að minnsta kosti áratug (Bach Nielsen 2012: 108–127;
Schwarz Lausten 1983: 110–136; Schwarz Lausten 2008: 27–48).
Fyrstu verulegu merki siðbótar hér hafa menn aftur á móti merkt
vorið 1539 og hafa þau eflaust valdið ótta þegar þau spurðust út.
Snemma á hvíta sunnudagsmorgun gerðu konungsmenn frá Bessa -
stöðum undir forystu Diðriks frá Minden (Dietrich van Minden,
d. 1539), um boðsmanns hirðstjóra, innrás í klaustureyjuna Viðey
og lögðu hana ásamt klaustrinu undir sig. Jón Gissurarson lýsti at-
vikinu svo:
En á hvítasunnu-morgun fyrir sólu … tóku þeir Diðrik sér bát í Laugarnesi,
áttæríng, og reru til eyjarinnar xiiij saman … var ábótinn í landi í sínum
fardögum eður útvegum — ráku þeir í burt fólkið, slóu og börðu og hröktu
mennina, svo það tók stóran tólfæríng … og flúðu í land strax, hvert
mannsbarn, … rúðu þeir allt það í kirkjunni var, en brutu hana niður sjálfa;
varð þá margur óskapa arfur kirkjufjánna. Þótti þetta mörgum miklar til-
tektir [leturbr. HH]. (Jón Gissurarson 1856: 661–662)
Nokkrum árum síðar (eftir 1547) bætti (Gleraugna-)Pétur Einars-
son (um 1505–1594?) einn af forvígismönnum siðbótarinnar og
bróðir Marteins Einarssonar (d. 1576) Skálholtsbiskups (1549–1556)
um betur og lét rífa kirkjuna og klausturhúsin eða að minnsta kosti
svefnhús munkanna
… og bar alla moldina í miðjan kirkjugarðinn, og gjörði þar borðstofu og
kokkhús, og aptur af þeim það hús, er menn kalla náðhús, og lét ræsirinn
horfa í kirkjustaðinn … (Jón Egilsson 1856: 82)
Vildi Pétur með þessu endanlega svipta eyjuna hinni fyrri helgi sinni
(Þórir Stephensen 2008: 198–199). Klaustrið hefur verið helgistaður
í huga nærsveitafólks og ýmislegt bendir til að þar hafi margir kosið
sér eða sínum hinstu hvílu, jafnvel eftir að konungsmenn höfðu
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 61