Skírnir - 01.04.2015, Page 62
slegið eign sinni á eyjuna (Þórir Stephensen 2008: 196). Þessi saurg -
un hefur því orkað sterkt á fólk.12
Þorkell Bjarnason (1839–1902) á Reynivöllum ritaði fyrsta sagn -
fræðiverkið (1878) um siðbótina hér á landi sem líta má á sem nokk-
urn veginn nútímalegt. Því er áhugavert að kanna mat hans á þessum
undanfara siðbótarinnar. Þorkell velti meðal annars vöng um yfir
því hvort Diðrik hafi haft umboð til eignaupptökunnar og mat áhrif
atburðarins svo:
En hvernig sem því er háttað, þá fór Diðrik í þessu svo harðfenglega og ill-
mannlega að, og sýndi svo mikið guðleysi í því að taka klaustrið á sjálfum
hátíðisdeginum, að þessar tiltekjur hans hlutu að vekja hinn mesta óþokka
hjá landsmönnum til hinna útlendu drottnara og þeirrar hinnar nýju kenn-
ingar, er þeir vildu leiða inn í landið. (Þorkell Bjarnason 1878: 45)
Þá ritaði hann enn fremur:
Þó að ýmsir einstakir menn hefði hér á landi fallizt á siðbótina, þá hafði
hún þó eigi enn að neinum mun verið prédikuð opinberlega, heldr farið, að
heita mátti, huldu höfði. Almenningr var henni því enn að mestu ókunn-
ugr, að minsta kosti hinum sanna anda og eðli hennar; aptr þekktu Íslend-
ingar af reynslunni eigingirni, áseilni og ofsa siðbótarmanna, en slíkt var
eigi siðbótinni … til meðmælis, heldr hvatti menn til að veita henni svo ríka
mótstöðu, að vopnað lið varð bæði að flytja hana inn í landið og vernda
hana þar seinna … (Þorkell Bjarnason 1878: 52)
Þótt hér örli á þjóðernislegum andstæðum milli eigingjarnra,
ásælinna og ofsafullra útlendra drottnara og Íslendinga má ætla að
Þorkatli takist hér að greina fyrstu áþreifanlegu áhrif siðbótarinnar
í landinu á trúverðugan hátt. Hér skal innrásinni í Viðey ekki mælt
bót. Á nútímamælikvarða var eignaupptakan þar þó tæpast rán
heldur skiljanleg aðgerð í ljósi þeirra aðstæðna sem upp voru
komnar í ríkinu er konungsvaldið hafði tekið ákveðna afstöðu gegn
miðaldakirkjunni. Á lútherskan mælikvarða var klaustrið óþörf
trúar leg stofnun sem dregið gat úr áhrifamætti siðbótarguð fræð -
62 hjalti hugason skírnir
12 Líkja má voðaverkum konungsmanna í Viðey sem þeir frömdu í nafni lúthersk-
unnar við framgöngu ISIS nú en fylgjendur hreyfingarinnar spilla m.a. menn-
ingarverðmætum með tilvísun til trúarbragða.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 62