Skírnir - 01.04.2015, Page 63
63siðbót og sálarangist
innar, klausturfólkinu skyldi séð fyrir framfærslu og jafnvel prests -
þjónustu og ábótinn fékk jarðir til framfærslu. Þá skorti kon ungs-
valdið tilfinnanlega fleiri jarðeignir í landinu (Jón Gissurarson 1856:
600–662; Vilborg Auður Ísleifsdóttir 2013: 182–182). Tímasetning
aðgerðarinnar sem farið hefur úr böndum, aðferðin sem beitt var
og hið formlega umboð var aftur á móti með þeim hætti að margt
var athugavert við gjörninginn og hann hlaut að skapa siðbótinni
neikvæða ímynd og vekja óhug og ótta í garð þeirra sem að henni
stóðu.
Atburðurinn í Viðey um hvítasunnuna leiddi af sér hrinu of-
beldis en nú af hálfu Íslendinga. Jón Héðinsson (d. 1543) Skál-
holtsráðsmaður, landsetar staðarins og nágrannar drápu Diðrik og
á annan tug manna með honum í Skálholti, Hruna og Viðey síðar
um sumarið (Vilborg Auður Ísleifsdóttir 2013: 182–184). Á Íslandi
var ekki réttarríki á þessum tíma þar sem valdstjórnin hefur einka-
leyfi til að beita líkamlegu valdi og það innan ákveðinna, þröngra
marka. Viðbrögð við meiðslum og dauða voru því öll önnur en í
því samfélagi sem við þekkjum nú á dögum. Af Biskupa-annálum
er þó ljóst að atburðir sumarsins 1539 lögðust illa í fólk og fór
miklum sögum af stórmerkjum í kjölfarið. Þeir sem drepnir voru
gengu aftur en þeir sem vógu þá hlutu illan, bráðan dauða án þess
að öðlast huggun og sálarfrið:
Þá sem voru að því drápi [í Hruna — innsk. HH] nenni eg ekki alla að
skrifa, en það er summin, að bæði þeir, og þeir í Skálholti, sem fóru að slá
þá, fengu fáir prests fund í sinni dauðstíð, heldur dóu þeir bráðum dauða
og mállausir. […] [Þá Diðrik var dauður og hans fylgðarmenn hér í Skál-
holti, sýndist mönnum þeir vera á felli, og suður um öll Nes varð vart við
þá með glettíngum, utan á þeim jörðum er síra Einar [Ólafsson (1497–1580)
í Görðum á Álftanesi — innsk. HH] hafði umsjón yfir, svo víða dóu hestar
og naut. Páskadags morguninn voru 14 hestar dauðir á Bessastöðum í einu,
og sumir menn fengu af því fásinnu, er þeir sáu þá. (Jón Egilsson 1856: 71–
72)
Við svipaðan tón kvað veturinn eftir aftöku Jóns Arasonar biskups
og sona hans. Þá komu norðanmenn og hefndu þeirra með því að
vega Christian Skriver (Kristján skrifara) fógeta og nokkra menn
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 63