Skírnir - 01.04.2015, Síða 64
með honum á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi.13 Um það segir í Bisk-
upa-annálum:
Þá Danska á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð; tveir af þeim hétu
Sefrínar: Sefrín Kock og Sefrín Ama; en strax þegar húmaði þá gengu þeir
báðir aptur; þeir tóku það ráð, sem þá höfðu slegið, að þeir hjuggu af þeim
öllum höfuðin og stúngu nefi þeirra (með leyfi að segja) til saurbæjar, og sú
svívirðíng gramdist kóngsvaldinu mest …14
Líkt og margir þeir sem tóku þátt í vígunum 1539 hrepptu sumir
sem tóku þátt í siðbótinni á annan hátt örlög sem auðvelt var að líta
á sem refsidóm æðri máttarvalda. Frá ritunartíma Biskupa-annála og
allt fram á þennan dag hefur Jóni Bjarnasyni (um 1514–1576) Skál-
holtsráðsmanni verið eignaður „dauðadómurinn“ yfir Jóni Arasyni
og sonum hans, það er hin fleygu orð „öxin og jörðin geymir þá
bezt“ (Jón Egilsson 1856: 95; Vilborg Auður Ísleifsdóttir 2013: 256).
Segir svo af högum hans síðar:
Eptir aftöku biskups Jóns og þeirra allra varð það fyrst, að anno 1554 þá
fékk síra Jón fásinnu, og hennar kenndi hann alla sína daga við og við,
ein att öðruhverju, og einusinni út á alþíngi, nærri þar um þá datum var
1561, varð svo mikið um, að hann varð að binda og vefja í vaðmáli, en herra
Gísli og prestarnir féllu á hné og báðu fyrir honum, og svo linaði honum
nokkuð, og var þar viku áður hann varð reiðfær. (Jón Egilsson 1856: 104)
Jón hefur greinilega orðið fyrir geðrofssjúkdómi sem ýtt hefur
undir ákafa sálarangist hans og skapað óhugnað hjá þeim sem
viðstaddir voru og urðu að grípa til örþrifaráða, vaðmáls í stað dára-
eða spennitreyju og fyrirbæna í stað geðlyfja. Að sögn Jóns í Hítar -
64 hjalti hugason skírnir
13 Vilborg Auður Ísleifsdóttir 2013: 269. Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648)
lýsti aftöku Kristjáns skrifara á þann hátt að höfuðið hafi verið sargað af honum
með „hlandkjaralds … botni“ (Jakob Benediktsson 1979: 150–151, 154–155).
14 Jón Egilsson 1856: 99. Sjá sögnina um Gvend loka. Jón Halldórsson 1911–1915:
56–58. Magnús Björnsson Jónssonar (1541–um 1615) lögréttumaður ritaði frá-
sögu sem einkum tekur til síðustu daganna í lífi föður hans og þeirra feðga. Hann
skýrði svo frá hefndunum: „Þá umboðsmaðurinn kom til Bessastaða, drap hann
böðulinn, og sagði hann væri ei verðugur að bera hatt Ara. En vermenn drápu
umboðsmanninni eptir jól, sem norðan að komu og xij með honum aðra, og hefir
sagt verið hann hafi aptur gengið, og á hné komizt; var hann þá afhöfðaður“
(Magnús Björnsson 1878: 325).
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 64