Skírnir - 01.04.2015, Page 65
65siðbót og sálarangist
dal litu samtímamenn á þetta sem „hefndarstraff“ (Jón Halldórsson
1903–1911: 110). Þá segir og í Biskupa-annálum að Marteinn Ein-
arsson biskup hafi hlotið vanheilsu
… hverja hann hafði til endadaga og andaðist af því; þótti mönnum svo sem
vitneskja nokkur þar til, sem það væri ströffun fyrir aftöku þeirra feðganna,
fyrst það vildi svo til …15
Vert er að gæta að hér ritar lútherskur sagnaritari um menn sem
hvor á sinn hátt vann að framgangi siðbótarinnar. Höfðu þeir báðir
hlotið utanstefnu konungs (1554) vegna víga Hólafeðga og Kristj-
áns skrifara en ekki þurft að sæta viðurlögum. Þó kann að vera að
ásakanir konungs hafi brotið Martein og valdið því að hann sagði
skömmu síðar af sér embætti (Helgi Þorláksson 2003: 111). Er það
næstum einsdæmi á Íslandi.
Hafi Marteinn hlotið sinn „dóm“ er ekki að undra að mágur
hans og nokkurs konar veraldlegur verndari siðbótarinnar, Daði
Guðmundsson (d. 1563) í Snóksdal, hafi einnig hlotið grimm örlög
en hann var höfðingi sem brotið hafði af sér bæði í opinberu lífi og
einkalífi líkt og þeim hættir til sem telja sig standa utan og ofan laga.
Daði var sleginn sjúkdómi sem spillti útliti hans og olli því að hann
lokaði sig af frá öðrum en sínum allra handgengnustu. Er sjúk-
dómslegu hans lýst svo í Biskupa-annálum:
Daði var í mörg ár krenktur, því lengi var fyrir honum beðið í Skálholti. Það
sagði mér Bjarni heitinn Magnússon [biskupssveinn — innsk. HH] að eng-
inn hefði fengið að sjá hann utan hans kvinna, og smásveinn hans og herra
Gísli [Jónsson Skálholtsbiskup — innsk. HH], þá hann kom. Þessi Bjarni
sagðist hafa séð gegnum hurðina, eitt sinn herra Gísli var hjá honum, og
hefði sér sýnzt hans höfuð úr öllu lagi stórt, og augun að sjá sem í stærsta
útsel, svo sem hnefi manns, en annars þá hefði hann verið að sínu viti
ókreinktur. Hvað lengi hann lá, eður nær hann féll frá, veit eg ekki.16
skírnir
15 Jón Egilsson 1856: 104. Sjá Jón Halldórsson 1903–1910: 110.
16 Jón Egilsson 1856 107. Í öðrum annálum er sjúdómur Daða sagður átumein (ill-
kynjuð meinsemd eða krabbamein) í andliti eða limafallssótt (holdsveiki, lepra
anaesthetica) (Björn Jónsson 1922–1927: 142, Jón Arason 1933–1938: 46). Jón
Gissurarson (1856: 693) sagði Daða „spitelskan“, þ.e. holdsveikan. Arngrímur
lærði ritaði í annálsgrein við 1551 að Daði hafi orðið fyrir „þungum og illum
sjúkleika“ eftir viðskipti þeirra Jóns Arasonar „so hold hans hefði rotnað og
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 65