Skírnir - 01.04.2015, Page 69
69siðbót og sálarangist
Víst höfðu 26 prestar biskupsdæmisins þegar samþykkt kirkju-
skipanina á prestastefnu (Vilborg Auður Ísleifsdóttir 2013: 198–
199). Hún átti þó enn ekki almennu fylgi að fagna hvorki í presta-
stétt né meðal almennings. Af þeim sökum var tilvísunin til lögtöku
hennar fremur formlegs eðlis. Því hefur foreldrum eflaust brugðið
illa þegar nýr biskup synjaði ungum börnum þeirra um fermingu eða
biskupun sem fólst í smurningu með viðsmjöri sem táknaði gjöf
heilags anda og markaði lokastig og staðfestingu á skírnarferlinu
(Andrén 1963: 690–696). Fermingin hafði því mun djúpstæðari og
trúarlegri þýðingu á þessum tíma en nú á dögum og var eitt af sakra-
mentum kirkjunnar. Hlýtur yfirlýsingin að hafa vakið ágengar
spurningar um gildi skírnar, fermingar og ef til vill sakramentanna
almennt en umfram allt sjálfa sáluhjálp barnanna sem nú voru úti -
lokuð frá þessu hjálpræðismeðali og afdrif þeirra annars heims.
Þetta var þó aðeins hluti þeirra breytinga sem áttu eftir að koma
í ljós. Þeirri nýskipan sem Gissur kom með út hingað úr vígsluferð
sinni lýsti Jón Egilsson svo í Biskupa-annálum sínum (Jón Egils-
son tímasetur atb. 1544, rétt ár er 1542):
Með það kom biskupinn híngað aptur, og kom út með það kóngsbréf, að
prestarnir skyldu nú giptast, og sagði þeir skyldi mestan tíðalestur, er þeir
kölluðu, af leggja því (það) væri sem annað ónýtt mögl, og allt klukkna
glamur og lángar hríngíngar, og helgihöld mörg skyldi af taka; Máríutíðir
og kveldlestur, þeir þá kölluðu, niður leggja. En við þennan boðskap varð
leikum og lærðum undarlega, héldu það villu, og þá villumenn sem með
þetta fóru … [leturbr. HH]. (Jón Egilsson 1856: 85)
Heimild presta til að ganga í hjónaband og eignast skilgetin börn
sem væru rétt borin til arfs kann að hafa leyst þjóðfélagsvanda sem
fjöldi óskilgetinna prestabarna hafði valdið. Margir prestar hafa þó
reynst börnum sínum vel og ættleidd þau ef þeir voru efnamenn.
Óvíst er líka hve mikill þessi vandi hefur verið hér vegna fastrar
sambúðar margra presta við sömu konu til langs tíma. Heimildin
hefur þó sparað prestum margs konar útgjöld sem þeir þurftu oft að
reiða af hendi til aflausnar sér og til að afla börnum sínum réttinda.
Þá hefur nýbreytnin skapað barnsmæðrum presta öruggari stöðu
og prestunum sjálfum aukið frjálsræði (Gunnar F. Guðmundsson
skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 69