Skírnir - 01.04.2015, Síða 70
2000: 206–211). Margir kunna því að hafa fagnað breytingunni (Jón
Gissurarson 1856: 689–690). Líklegt er þó að sumir hafi verið tor-
tryggnir eins og oftast er um kerfisbreytingar af slíkri stærðargráðu.
Breytingarnar á kirkjusiðunum sjálfum hafa á hinn bóginn án
efa mælst illa fyrir sem og það hugarfar eða guðfræði sem að baki bjó
og fól í sér að tilbeiðsluhefðirnar sem þjóðin hafði alist upp við í
fjölda kynslóða væru „ónýtt mögl“. Jón Egilsson taldi enda að af-
leiðingarnar hefðu orðið það sem nú á dögum mætti kalla stofnun-
arlegt hrun, sem sagði verulega til sín í prestastétt og í samskiptum
presta og leikmanna. Lýsti hann því svo:
… og svo kom, að sumir prestarnir sögðu af sér embættið, og voru prest-
lausir eitt eður tvö, eður þrjú ár. Sumir leikmenn vildu ekki taka þjónustu
af þeim, sem þá nýju siði hefði, og svo gekk þetta um hans daga [þ.e. Giss-
urar 1540–1548 — innskt. HH], og líka um daga herra Marteins [1549–
1556 — innsk. HH], og fyrst framan af tíð herra Gísla [1558–1587 — innsk.
HH], þar til þeir gömlu allir, prestar og leikmenn, féllu frá, en úngir komu
upp aptur í þeirra stað; og um þennan allan áður greindan tíma varð mikil
presta fæð, því enginn vildi vígjast, því þeir sem að áttu foreldrana (á) lífi
bönnuðu þeim það, en þeir vígðust sem engan áttu að; varð þá einn prestur
(að) hafa iij eður iiij kirkjur, og urðu að vígja hvern sem þeir náðu, þegar
hann var með nokkru móti þar lærður til, að hann læsi; líka vel fengu þeir
nefndarmennina, og vígðu þá …22
Af þessu má ráða að siðbótin hafi haft verulega röskun í för með
sér í prestastétt, valdið tímabundnum prestaskorti sem og því að
félags- og menningarlegri stöðu presta hnignaði og var þó ef til vill
ekki úr mjög háum söðli að detta í síðara tilvikinu þegar leið á
miðaldir. Í einhverjum tilvikum voru leikmönnum jafnvel fengin
betri prestaköll til umráða en ekki prestum sem skipaðir voru til að
þjóna í skjóli þeirra líkt og í öndverðri kristni.23
70 hjalti hugason skírnir
22 Jón Egilsson 1856: 85. Sjá Jón Halldórsson: 1903–1910: 105; Oddur Eiríksson
1927–1932: 48. Nefndarmenn voru þeir sem tilnefndir voru til alþingisreiðar og
úr hópi þeirra voru lögréttumenn tilnefndir til að taka þátt í dómum og lög -
gjafarstarfi (Einar Laxness 1995b: 144; Jónsbók. 2004: 81–83).
23 Höf. þessarar greinar vinnur nú að rannsókn sem ætlað er að leiða í ljós hvort
prestaskorts hafi gætt í kjölfar siðbótar og í hvaða mæli félagsstaða stéttarinnar
hafi breyst. Við þessum vanda var m.a. brugðist með Bessastaðasamþykkt frá
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 70