Skírnir - 01.04.2015, Page 75
75siðbót og sálarangist
Þessa síðastnefndu leið fór Jón Arason, síðasti kaþólski biskup-
inn í hinu forna Þrándheims-erkibiskupsdæmi og raunar á Norður-
löndum öllum. Í því ljósi ber að skoða aðgerðir hans eftir lát
Giss urar Einarssonar. Um haustið 1549 handtók hann Martein, eftir -
mann Gissurar og lagði svo upp í úrslitaherför sína vestur á land í
„ríki“ Daða í Snóksdal 1550 (Vilborg Auður Ísleifsdóttir 2013: 237–
252). Þessar aðgerðir hafa vakið vonir í brjóstum margra um að
„réttur“ málstaður næði þrátt fyrir allt að sigra. Í hugum annarra
hafa þær valdið glundroða og ótta þar sem þeim fylgdu átök og bar-
dagar með meiðingum og manntjóni. Jón í Hítardal lýsti aðgerðum
Jóns síðasta sumarið sem hann lifði svo:
… hvar sem hann fór um stiptið skipaði hann að halda við makt hinum
forna átrúnaði og öllum pápiskum siðum, framdi og sjálfur vígslur, ferm-
ingar og annað þvílíkt, en fyrirbauð og forbannaði strengilega þá nýju
kenningu og kirkjusiði, sem voru eptir kongsins ordinantiu, svo þá sýndist
sem að mestu væri niðurkæft aptur í Skálholtsstipti það skæra evangelii
ljós og sáluhjálpleg guðs orða kenning. (Jón Halldórsson 1903–1910: 97–
98)
Þó að Jón Arason hafi birst mörgum sem frelsandi og refsandi eng-
ill Guðs er líklegt að átökin hafi stórum aukið á glundroðatilfinn-
ingu annarra. Jón Egilsson lýsti dvöl Jóns Arasonar í Skálholti svo:
Þar var biskup Jón viku með lestrum og saungum og barna-fermíngum;
hann vígði upp aptur alla kirkjuna, og hélt hana óhelga og óhreina vegna
siðaskiptisins, og vildi láta grafa herra Gizur upp aptur og jarða hann í
kirkjugarði, því hann væri hvorki kirkjugræfur né hæfur; gengu þá margir
þeir eldri honum til handa, vegna siðanna.28
Hér virðist Jón Egilsson aðeins lýsa fyrirætlunum um uppgröft
Gissurar. Jón í Hítardal bætti um betur og lýsti framkvæmd:
En þá Jón Arason b[isku]p tók Skálholt undir sig anno 1550, hélt hann
Skálholts kirkju óhreina og óheilaga, s[v]o hann vígði hana upp aptur, bæði
vegna siðaskiptanna, og vegna þess að Gizur b[isku]p var grafinn í henni;
sagði hann, sem annar villumaður, væri hvorki kirkju hæfur né græfur, lét
skírnir
28 Jón Egilsson 1856: 92–93. Sjá Jón Halldórsson 1903–1910: 63.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 75