Skírnir - 01.04.2015, Síða 77
77siðbót og sálarangist
60; Páll Eggert Ólason 1950: 114). Í þessari grónu prestaætt virðist
spennu siðbótartímans mjög hafa gætt. Þegar 20 árum áður en Gísli
tók við biskupsdómi (um 1538) dreymdi hann draum sem faðir hans
réð svo að hann yrði biskup og mundi fylgja fram hinum lúthersku
siðum. Að sögn Jóns Egilssonar átti þessi spásögn rætur að rekja
allt aftur til æsku Gísla. Skildu þeir feðgar síðast ósáttir vegna mis-
munandi afstöðu sinnar til siðbótarinnar.30 Auðvitað kann föð -
urnum að hafa verið kunnugt um lútherskar skoðanir sonarins
þegar komið var fram undir 1540 án þess að draumar og forspár
hafi komið til. Þá hafði Ögmundur Pálsson borið sig upp við emb-
ættisbróður sinn, Höskuld Höskuldsson biskup í Stafangri (1513–
1537/8), vegna lútherskra áhrifa í landinu árið 1534 eða þegar Gísli
var innan við tvítugt (Íslenzkt fornbréfasafn X 1911–1921: 690–
691). Líklega hefur Gísli verið í Þýskalandi og þá fyrir 1537 en árin
næstu á eftir var hann í Skálholti í hópi þeirra sem helst unnu að
framgangi siðbótarinnar (Páll Eggert Ólason 1949: 59–60; Vilborg
Auður Ísleifsdóttir 2013: 158–160).
Sögnin sýnir að siðbótin olli úlfúð milli kynslóða er ungir menn
gengu henni á hönd en þeir eldri héldu fast við fyrri átrúnað. Í
sumum tilvikum hefur sálarangist siðbótartímans því birst sem von-
brigði eldri kynslóðar yfir villu hinnar yngri.
Þá er ljóst að jafn róttæk kirkjuleg endurskoðun og í siðbótinni
fólst hefur valdið trúarglímu hjá mörgum. Í tilviki biskupssonarins
Odds Gottskálkssonar (d. 1556) þýðanda Nýja testamentisins og
lögmanns virðist glíman hafa orðið hörð. Lýsti Jón Egilsson henni
svo:
Hann undraðist það mjög með sjálfum sér, að hann kom sér ekki í skiln-
íng um þessi trúarskipti, er þeir kölluðu, svo margur vís og hygginn er
hneigðist þar til. Hann tók það til ráðs, sagði hann, uppá þrjár nætur, þá
allir voru í svefni, að hann fór af sæng sinni í einni saman skyrtu, og bað guð
þess, að opna sitt hjarta og auglýsa sér það, hvort sannara væri, þessir siðir
ellegar það hið gamla, og gefa sér þar uppá réttan skilníng, með fleirum
bænar orðum, og hvort sem hann blési sér í brjóst að réttara væri, það sama
skyldi hann auka, fram draga og fylgja alla sína daga, svo lengi hann lifði.
skírnir
30 Jón Egilsson 1856: 104–105. Sjá Jón Halldórsson 1903–1910: 115.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:46 Page 77