Skírnir - 01.04.2015, Page 86
RÓBERT H. HARALDSSON
Síðasta skáldsaga
Gunnars Gunnarssonar
Heimspekileg hugleiðing
1 Inngangur
Síðasta skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Brimhenda, er fyrir
löngu komin í glatkistuna. Fáir virðast þekkja bókina, hennar er
sjaldan getið í bókmenntasögum en sé hún nefnd er stundum farið
rangt með frumútgáfuárið, 1954.1 Ein ástæða þessara örlaga er vafa-
lítið sú að bókin er þungt lesefni og stíllinn strembinn. „Brimhenda
er grjót og torf,“ skrifar Lúpus (1960: 29), palladómari Samvinn-
unnar, á sínum tíma. Eins og maður hafi „klifrað … manndráps-
björg eða vaðið eldhraun,“ andvarpar ritdómari Morgunblaðsins
eftir fyrstu þrjátíu síðurnar, og bætir við: „Allt virðist stefna að því
eina marki að gera lesandanum sem erfiðast fyrir, jafnvel gerðar til-
raunir til þess að fá hann til að láta sér leiðast svo hann hóti að snúa
aftur.“2 Gunnar (1954a: 245) virðist hafa vitað að slíkt verk yrði
Skírnir, 189. ár (vor 2015)
1 Brimhendu er hvergi getið í hinu viðamikla fimm binda verki, Íslensk bók-
menntasaga. Ég fann a.m.k. ekki umræðu um verkið í bindum 3, 4, og 5 og titill-
inn kemur ekki fyrir í ítarlegri nafnaskrá verksins. Íslenskir bókmenntafræðingar
virðast veita Brimhendu litla athygli. Undantekning frá þessu er nýleg ævisaga
Gunnars eftir Jón Yngva Jóhannsson (2011) en hann helgar einn undirkafla bók-
arinnar Brimhendu. Sjá einnig Þorleif Haukssonar (2003: 203–215). Í einni af fáum
fræðigreinum sem ég hef fundið um Brimhendu, skrifar Sigurjón Björnsson (2003:
149): „Vottur um hversu lítils háttar Brimhenda hefur verið talin er að í Íslensku
Alfræðiorðabókinni er hún ekki talin meðal verka Gunnars.“ Jóhann Hjálmarsson
(1955: 22) hefur útgáfuár Brimhendu 1955 og sama gerir Halldór Guðmundsson
(2006: 370). Í útgáfu Almenna bókafélagsins / Helgafells frá 1963 stendur ártalið
1955 undir sögunni.
2 D. Bj. 1955: 7. Sami höfundur ræðir einnig um að „kasta steinum í allar götur og
steypa hindranir á miðja þjóðvegi“. Í lofsamlegri og snjallri umfjöllun segir Skúli
Jensson (1955: 107) að Brimhenda sé „e.t.v. erfiðust aflestrar allra bóka Gunnars
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 86