Skírnir - 01.04.2015, Page 89
89síðasta skáldsaga gunnars
2 Nýtt tungumál Brimhendu
Þeir sem vilja skilja skáldverk spyrja gjarnan fyrst um söguefni og
söguþráð. Leit að söguþræði Brimhendu skilar strax nærtækri
skýringu á óaðgengileika verksins. Það „vantar söguna í söguna
[Brimhendu]“, skrifar áðurnefndur Lúpus (1960: 29). Þetta er ekki
fjarri sanni. Sé litið á verkið sem ævisögu tiltekins einstaklings, Ses-
ars Karlssonar torfskurðarmanns, sem virðist blasa við, er sögu -
þráðurinn slitróttur og sundurlaus. Bókin hefst á hugleiðingu sögu -
manns um stafsetningu á nafni söguhetjunnar, einkum virðist álita-
mál hvort endastafurinn sé -r eða -m, og síðan fylgja náttúrulýsingar
og mannlífsmyndir sem teygja sig yfir átta síður, áður en talið berst
aftur að söguhetjunni, Sesari litla. Síðan taka aftur við náttúru -
lýsingar sem virðast við fyrstu sýn aðeins laustengdar söguefninu.7
Bókin geymir samt eldfornt söguefni. Brimhenda er örlagasaga
(Sigurjón Björnsson 2003: 151). Nánar tiltekið segir þar af áður-
nefndum Seasari (eða Sesam) sem gerir ungur ráðstafanir til að forð -
ast þau algengu endalok íslenskra karla og unglingspilta að drukkna.
Gudda Gaddjaxl, spákona Grýtubakka, sjávarþorpsins hans Sesars,
hafði með hálfkveðnum vísum og látbragði á ögurstundu komið
þeirri flugu inn hjá þessari ungu aflakló að hans biði vot gröf. Sí-
endurtekinn himnafarardraumur Sesars hafði flutt honum ámóta
skilaboð um votvist. Sesar gerist því torfskurðarmaður Grýtbekk-
inga og nærsveitamanna, svonefndra Mýramanna, og heldur sig í
hæfilegri fjarlægð frá hættum hafsins. Samt endar hann á hafsbotni.
Sögu Sesars svipar því í grunninn til sögu Ödipúsar konungs. Báðir
fá að kenna á þeim vísdómi að eigi má sköpum renna. Bókin er ekki
seinlesin vegna þess að hún geymi enga sögu heldur vegna þess að
lesandi þarf að púsla saman sögubrotunum, vilji hann svala þeirri
löngun að sjá heildstæða mynd. Mannlýsingar Brimhendu eru líka
skornar við nögl og það er erfitt fyrir lesanda að átta sig á innbyrðis
tengslum persóna. En áður en lesandi nær að skyggnast eftir sögunni
skírnir
7 Það er með ólíkindum með hve fáum dráttum en öruggum Gunnar (1954b) gefur
aldur söguhetjunnar til kynna á ólíkum æviskeiðum hennar. Sjá t.d. bls. 30:
„Óðara en Sesar var einhlítur um vistráð bárust honum tilmæli fleiri en hann átti
sér ár að baki.“
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 89