Skírnir - 01.04.2015, Page 95
95síðasta skáldsaga gunnars
bundnari máta er hætt við að lýsingin væri klisjukennd. Berið máls-
grein Gunnars t.d. saman við eftirfarandi tilbúning minn:
Torfristumaðurinn sem stritaði í mýrinni áleit hina gríðarsterku sól. er kom
upp á morgnana, gekk sitt skeið yfir daginn og kvaddi að kveldi, sem nokk-
urs konar kraftaverk eða undur sem aldrei dofnar eða bregst.
Málsgrein Gunnars er hófstilltari, að minnsta kosti styttri, en um-
fram allt til marks um heiðna heimsýn, sbr. jörmun-, þótt orðið jar-
tein, sem hefur yfir sér kristinn blæ, vegi þar upp á móti. Hún
minnir á að forfeður okkar dýrkuðu sólina og fylltust lotningu and-
spænis henni. Jörmunbjartur sólhnöttur getur vakið óttablandna
virðingu í brjósti lesanda. Sólhnöttur framandgerir kunnuglegt
fyrirbæri — alltof kunnuglegt í skáldskap? — en minnir um leið á
að sólin er hnöttur og setur hana í samband við sólhnetti í öðrum
sólkerfum. Með þessum hætti virðist málsgreinin líka grafa undan
eingyðistrú því sól Brimhendu er ekki bara ein og alvoldug. Máls-
greinin er viðeigandi því mikilli merkingu (sólarorku) er hér þjapp -
að saman í einn punkt.13
Ofangreind dæmi14 sýna að margar málsgreinar Brimhendu
verða lesanda ekki ljósar fyrr en eftir umhugsun og orðabókar grúsk.
Andspænis þeim ætti lesanda þó að vera fullljóst að hann skilur ekki
verkið fyrr en hann hefur staldrað við, flett upp orðum, velt fyrir sér
nýyrðum og samsettum orðum, hugleitt nýstárlegt líkingamál eða
sérstæðar persónugervingar o.s.frv. Hér reynir á þolinmæði lesanda.
Gátan er augljós en lausnina vantar. En það er önnur tegund af tor-
færu sem lesandi sögunnar lendir í, nánast af andstæðu tagi. Á
einum stað segir t.d.: „Miklu fremur var það sú árans óheppni, að
hann skyldi mæta henni Guddu og muna svo vel eftir spáförinni
spélegu frá veturnóttunum“ (35). Auðvelt væri að mislesa síðasta
orðið hér (veturnætur) sem vetrarnætur — eða sem ímyndaðan,
fornan eða sérviskulegan rithátt þess orðs — og þá virðist merk-
skírnir
13 Halla Kjartansdóttir (1999) hefur skoða samspil heiðinna og kristinna hugmynda
í verkum Gunnars eins og vikið verður að síðar.
14 Nefna má eftirfarandi dæmi sem reynir á málskilning eða málkennd lesanda,
einkum síðasta orðið: „Eigi að síður gekk hann [Sesar] hvað eftir annað fram á
hreiður fuglsins sjaldséna, þriðja hver fjárgata flutti hann að óþurftarmarki“ (58).
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 95