Skírnir - 01.04.2015, Síða 106
persónum inn í söguna nánast á nöfnunum og viðurnefnunum
einum. Hið eina sem við fáum að vita um manninn sem kenndi Ses-
ari að brugga kvennavín er að hann heitir Siggi fjórði. Við kynn-
umst, eða teljum okkur kynnast, Ferdínant í Nepju, Leópold unga,
séra Árna gamla, Margréti gömlu og Guddu gaddjaxl. En hvað
vitum við í raun um þessa einstaklinga annað en það sem nöfnin
segja? Og hvað segja nöfn? Hverju ráða þau um örlög manns og
afstöðu meðbræðranna til hans? Hvað segir það t.d. um náttúrusýn
höfundar að hann kennir persónur sögunar við grjót og mýri?
Annað yfirvegunarefnið eru örlög. Með hinum óvenjulega og
erfiða framsetningarmáta tryggir Gunnar að sessunautur hans, les-
andinn, týni sér aldrei í örlagasögu Sesars. Það magnast aldrei upp
spenna um örlög torfristumannsins og lesandinn fær litla samúð með
þessum geðþekka og góða manni. Í staðinn býður Gunnar okkur að
yfirvega örlög hans á almennum forsendum. Hið sama á við um örlög
annarra persóna sögunnar, eins og sjá mátti í áður tilgreindri lýsingu
á endalokum Karls Magnússonar og Margrétar gömlu. Engin samúð
er vakin með Ferdínant í Nepju, sem fremur sjálfsmorð í örvinglan,
eða með Selmu á sjúkrabeði. Þegar yfirvegunin um örlög er sett í sam-
hengi við nöfnin vakna spurningar. Í fyrsta lagi verður sú spurning
áleitin hvort breyta megi örlögum manna með nöfnum. Grýtbekk-
ingar og Mýramenn reyna að búa afkvæmum sínum hagstæð örlög
með viðeigandi nöfnum (sbr. líka íslenski málshátturinn að fjórðungi
bregði til nafns). Það er trúlegasta skýringin á nafni Sesars — hann er
líka nefndur Sesar Cæsarion (68) — að foreldrarnir vildu „sveigja í átt
til sonarins örlög, er ekki liggja á glámbekk …“ (7). Grýtbekkingar
reyna líka að leggja álög á aðra með viðurnefnum og uppnefnum
ýmiss konar. Í öðru lagi vaknar sú spurning hvort skáld, orðsins lista-
menn, hafi örlög sögupersóna sinna í hendi sér. Getur nútímaskáld
samið örlagasögu, jafnvel harmsögu, tragedíu? Í þriðja lagi verður sú
spurning áleitin hvort íslenskur almúgamaður, sonur þurrabúðar-
manns, geti átt sér harmsögu, tragedíu. Eru slík örlög frátekin fyrir
konunga og keisara? Eða erum við í grunninn öll af einhverjum and-
legum konungs- eða keisaraættum?
Þriðja yfirvegunarefnið varðar hlutskipti skálds. Besta lýsingin,
sem ég hef fundið á Sesari Karlssyni utan Brimhendu, er lýsing
106 róbert h. haraldsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 106