Skírnir - 01.04.2015, Side 108
standi fyrir Íslendinga. Í mínu tilviki kostaði það nokkra lestra að
glöggva mig á þessari gagnrýni. En að það andi köldu frá sögumanni
til Grýtbekkinga og Mýramanna er tæpast vafamál. Þeir eru sagðir
hvíla í gleymdum gröfum en Ægir konungur hefur komist í gamla
kirkjugarðinn og fúnar leifar þaðan fljóta „innan um annað rusl“
(14). Þeir eru líka uppnefndir flesjaflón (13). Brosið nær ekki að
slétta úr hrukkufjölda gamla fólksins á Bakkanum. Ein persóna
endar svona: „Ferdínant hafði fundizt dauður í kofanum, hafði fest
sig upp með feysknum kaðalspotta um fúinn bita“ (61). Grýtbekk-
ingum og Mýramönnum er lýst sem meinrisum og mökkurkálfum
í náttúrunni „er hafa uppihald sitt af að ræna, þrælka og drepa sam-
skepnur sínar …“ (61). Þeir eru líka óhjálpsamir, ósjálfstæðir, kald-
lyndir, og þeim er í nöp við undantekningar. Gjafatimbrið sem þeim
hefur borist vegna jarðskjálfta liggur ónotað vegna þess að þeir hafa
ekki getað komið sér saman um hvernig eigi að skipta því (20). Sagt
er að vandfundinn sé „betri strandstaður en Bakkinn, þar tóku
á móti þjálfaðir menn, sama hvað á fjörur rak“ (20). Ljóst er að
það er ekki björgunarsveitin sem bíður í fjörunni. Skyldleiki við
ádrepu kvæðið „Jón Hrak“ eftir Stephan G. blasir líka við, ekki síst
þar sem því er því lýst að áðurnefndur Ferdínant fái að hvíla inn-
angarðs þótt hann hafi e.t.v. „týnt sér“ (framið sjálfsmorð), því „utan -
garðsmenn [vilja] stundum reynast þrákelknir“. Síðan segir: „Mesti
óþarfi að vera að leggja drög að því, sem nóg er til af, svo sem aftur-
göngum“ (63). Um afstöðu Grýtbekkinga til látinna barna segir
m.a.:
Börnum er svo hætt. Þau eru hrapallega dauðleg. Séu sex börn í koti má
gera ráð fyrir, að þau eigi sér sitt systkinið hvert úti á Kirkjumel, innan um
drukknaða sjómenn og gamalt fólk. Að bros færist yfir andlit þeirra, er eftir
lifa, jafnvel foreldranna, þess er sjaldan langt að bíða. (23)
Þegar líður á söguna liggur gagnrýni á Grýtbekkinga og Mýramenn
nær yfirborðinu. Þar segir t.d.: „… en það sat ekki á breyskum
mannverum að metast við himinrögnin um harðýðgi“ (63). Og:
„Það voru menn með mannlegar tilfinningar, sem þarna voru að
verki“ (88). Það er sjálfstætt rannsóknarefni hvers vegna þessi hlið
sögunnar, gagnrýni á Íslendinga, hefur svo lítið komist í hámæli, og
108 róbert h. haraldsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 108