Skírnir - 01.04.2015, Page 109
109síðasta skáldsaga gunnars
læt ég ógert að geta mér til um ástæður þess. En framsetningarmát-
inn virðist tryggja að þessi umræða verður aldrei móðgandi eða
yfir drifin. Ekki víst að landinn hafi skilið sneiðina. Ég hef bara
fundið eitt dæmi þar sem örlar á slíkum skilningi. Þar er Lúpus
(1960: 29) enn og aftur á ferðinni en hann kveður fast að orði þegar
hann skrifar um ritgerðir Gunnars: „Bágt er að segja frá, þjást og
elska á illskiljanlegu máli, en verst að hata.“ En Lúpus útskýrir þó
ekki hvernig þetta á við um Brimhendu.
Í öðru lagi sýnist mér að Gunnar komi gagnrýninni á Íslendinga
til skila í gegnum afstöðu sögumanns til söguhetjunnar. Gagnrýnin
á Grýtbekkinga á ekki að eiga við um Sesar. Torfskurðarmaðurinn
er næm manneskja og mikill dýravinur. Næmi hans fyrir öllu sem
lifir og hrærist er raunar með eindæmum. Hann vill t.d. ekki hringa
„torfurnar fyrr en blómin eru alslokknuð. Verði það að gerast áður
en heim sé haldið, er Sesar vanur að hinkra við“ (70). Hann er hjálp-
fús, fórnfús, þurftarsmár, sjálfstæður maður. Sesar er alveg laus við
síngirni nútímamannsins og verður að endingu velgjörðamaður
Grýtbekkinga og Mýramanna en gerir góðverk sín í kyrrþey. En
smám saman kemur í ljós að Sesar er gallagripur. Tveir veikleikar
hans eru himinhrópandi. Annars vegar er Sesar hjátrúarfullur með
afbrigðum og dregur í fljótfærni ályktanir sem gerspilla lífskostum
hans. Hann hrapar að niðurstöðum um endalok sín og út frá agn-
arsmárri vísbendingu dregur hann þá afdrifaríku ályktun að Selma
Mogensen hafi látist í Kaupmannahöfn. Hins vegar skortir Sesar
hæfileikann til að mynda náin tengsl við aðra. Slík nálægð eða nánd
er honum ofviða. Verstu örlög sem Sesar getur ímyndað sér er að
vera lesinn ofan í kjölinn (53, 83) eða verða að athlægi (27, 75, 83).26
„Mest gekk fram af honum [Sesari]“, segir á einum stað „að það
skyldu vera menn, sem hægt var að umgangast“ (53)! Hann fer hjá
sér sýni einhver honum blíðu eða vinarþel. „[S]vona lagað segir
maður ekki“ (77), hugsar hann þegar Leópold ungi segist vilja hafa
meira saman við hann að sælda. Með því að yfirvega hjátrú Sesars
skírnir
26 Það er til marks um hve vel Sesar líður innan um unga tónlistarfólkið að hann á
auðvelt með að umbera vinalegan hlátur þess, eins þótt hlegið sé á hans kostnað
(55).
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 109