Skírnir - 01.04.2015, Síða 111
111síðasta skáldsaga gunnars
bókinni.27 Gunnar víkur sjálfur að þessu í viðtali við blaðamann
Morgunblaðsins árið 1956:
Í listinni má ekki segja allt. Raunar á að segja sem minnst að hægt er að
komast af með. Ég gerði mér far um að fylgja þeirri reglu í Brimhendu með
þeim afleiðingum að eitt mikilvægasta atriði sögunnar hefur alveg farið fyrir
ofan garð og neðan hjá gagnrýnendum. Maður sem ég ekki man hvað hét,
en kallaði Sesar eða Sesam er að skera torf á árbakka, en ristir fulldjúpt,
jörðin kippist við, eins og komið væri við kviku: eins og til að hrista hann
af sér. Þetta er möndull sögunnar, ef vel er að gáð og sér þó aðeins í end-
ann: tilvera mannsins er ofin inn í líf höfuðskepnanna. Mönnum hættir til
að gleyma hinni nánu snertingu við jörðina, umhverfið í heild, alveruna.28
Grýtbekkingum og Mýramönnum, mannkyninu, er lýst sem mein -
risum og mökkurkálfum í náttúrunni eins og áður var rakið. Undir
þessu óvægna sjónarhorni til mannskepnunnar kann náttúran að
birtast sem gott afl. Sumir gagnrýnendur verksins hafa orðað það svo
að maðurinn stefni náttúrunni, sem er þá væntanlega góð, í hættu
með græðgi sinni og neyslugleði. Maðurinn er þá rót vandans, nátt-
úran lausnin.
Í Brimhendu er það þó ekki síst náttúran sjálf sem hefur spillt
mannfólkinu við sjávarsíðuna. Áður var vikið að því sem nefnt er
örugg sameign sjávar og loftleiða, sem var hviklyndið (11). Stuttu
seinna segir í sögunni: „[G]ræðgi og ringulreið lofts og lagar hafði
sýnilega eitrað frá sér, dregið strandbyggja niður í svað sólgni og
eirðarleysis“ (16). Náttúran birtist hér ekki sem tákn eyðingar líkt
og Þorleifur heldur fram. Sögumaður lýsir því hvernig náttúran
skírnir
27 Skúli Jensson (1955: 105) skrifar t.d.: „Engir stóratburðir gerast, engar nákvæmar
náttúrulýsingar …“
28 M. [Matthías Johannessen] 1956: 38. Erlendir gagnrýnendur virðast hafa vak-
andi auga fyrir náttúrulýsingum verksins, sbr. ummæli sem höfð eru eftir Emil
Frederiksen („Færir „Brimhenda“ Gunnarri Gunnarssyni …“ 1955): „Hin
snilldarlega frásögn er mörkuð djúpum og voldugum áhrifum frá náttúrunni. —
Fjöll og flóar, engi og strönd og hafið með raust sjálfs guðdómsins, uppruna allra
hluta birtist þar allt, ekki í máluðum línum, heldur í hljómrænum litum, sem
svífa fyrir auganu og eru í senn gæddir tónum, sem ná allt inn að merg og beini.
Náttúra Íslands er hér opinberuð í slíkum krafti og dýpt, sem ekki á sinn líkan í
nútíma skáldskap.“
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 111