Skírnir - 01.04.2015, Page 112
getur í raun og veru spillt manninum. Þetta þema er margítrekað í
sögunni: Mennirnir tryllast af sambýli við tryllt náttúruöflin. Brim-
inu er lýst svo: „Brjálæðið augljóst, en örvitatreyjan ekki tiltæk“
(24). Um hafið er sagt að því sé „annað verr gefið en ofhneigð að
koma sér í mjúkinn“ (69). Víða er líka vikið að því hvernig náttúran
leikur sér að mönnunum eins og köttur að mús:
Duttlungar dauðrar náttúru eru með ýmsu móti. Fyndni sköpunarvikunnar
hefur ekki látið á sjá. Fátt er fóstru vorri jafnauðleikið og að upphefja eða
niðurlægja. Tilefni og tækifæri býr hún sér sjálf í hendur. (8)
Mannfólkið bregst við duttlungum náttúrunnar með því að ota að
henni nöfnum, en slíkur galdur, „Nafn-seiður“, hverfist þó að end-
ingu „í hjóm fyrir ákvæðum alvaldsins“ (46). Síðasta saga Gunnars
boðar hvorki náttúrudýrkun af neinu tagi né afturhvarf til náttúr -
unnar. Samt er náttúrunni lýst sem botnlausri uppsprettu unaðar
og gleði, sértaklega þeim mönnum sem reiða sig á eigin mátt og
eigin skynsemi. „Þeim, er kann að sjá og hlusta,“ segir í sögunni
„opnar náttúran óðfús allar dyr á degi sem nóttu“ (42). Náttúrunni
verður því ekki kennt um óhamingju mannsins, jafnvel ekki við
sjávarsíðuna! Skapgerð og lífshlaup Sesars færir okkur heim sann-
inn um það. Hið sama gera fjöllin í bláfjarska. En hvers vegna virðist
heimur Grýtbekkinga og Mýramanna guðlaus og tilgangslaus eins
og Þorleifur bendir á?
Sjötta yfirvegunarefni sögunnar varðar einmitt spurninguna um
trú og tilgang lífsins. Við fyrstu sýn virðist bókin ekki hafa margt um
tilgang lífsins að segja. Flestar leiðir sem mannfólkið fer til að glæða
líf sitt tilgangi og merkingu eru þó teknar til skoðunar þar: Vinna,
ást, tónlist, skáldskapur, áfengi, vísindi og trú. Mestu rými er varið
til að yfirvega hvernig tónlistin, vinnan og trúin gefa lífinu tilgang.
Um áfengið er sagt að Seasar hafi aldrei þurft á því að halda, lífið hafi
verið nógu áfengt fyrir hann (48, 69, 91). Sögumaður virðist líka
vera allsgáður, því líkt og börnin á Grýtubakka er hann fær um að
horfast undanbragðalaust í augu við erfiðleika raunveruleikans.
Brimhendu er nánast óslitin hugleiðingu um trú og trúarbrögð.
Upphafsorð sögunnar — „Torfskurðarmaður á hnjánum, hlið -
gengur, álútur sem á bæn …“ (7) — vitna um það stef. Brimið er
112 róbert h. haraldsson skírnir
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 112