Skírnir - 01.04.2015, Page 139
139þátttaka borgara í ákvarðanatöku …
bera í bakkafullan lækinn að halda að svo skömmu eftir banka-
hrunið væri búið að berja í þá bresti sem greindir voru í rannsókn-
ar skýrslu Alþingis. Einnig má gera því skóna að einmitt þessar
fordæmalausu aðstæður hafi verið nauðsynlegur hvati til að blása
til svo viðamikils verkefnis. Margt í stjórnarskrármálinu bar með
sér hugsjón um nýtt samfélag með nýjum vinnubrögðum, aukinni
þátttöku almennings og almennri sátt. Með málinu var ætlunin að
myndað brú milli almennings og Alþingis þar sem umræða færi
fram og tillit væri tekið til niðurstöðu borgara landsins. Ekki síst í
þessu ljósi var sorglegt að sjá hvernig það lenti í djúpum skotgröfum
stjórnmálanna þar sem andstæðar fylkingar bárust á banaspjót. Telja
má líklegt að þetta hafi dregið enn frekar úr trausti almennings til
ríkisvaldsins og trú á að það hefði getu til að leiða fram raunveru-
legar samfélagslegar breytingar. Hér skipti sköpum að verkefninu
hafði aldrei verið varðaður vegur en á því bar ríkisstjórn og Alþingi
ábyrgð.15
Heimildir
Alþingi. 2008–2009. Frumvarp til stjórnskipunarlaga, lagt fyrir Alþingi á 136. lög-
gjafarþingi, þskj. 648 – 385. mál. Sótt 31. mars 2015 á http://www.althingi.is/al-
text/136/s/0648.html
Alþingi. 2009–2010. Frumvarp til laga um stjórnlagaþing, lagt fyrir Alþingi á 138. lög-
gjafarþingi, þskj. 168 – 152. mál. Sótt 31. mars 2015 á http://www.althingi.is/al-
text/138/s/0168.html
Alþingi. 2009–2010. Nefndarálit meirihluta sérnefndar um stjórnarskrármál, lagt
fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi, þskj. 881 – 385 mál. Sótt 31. mars 2015 á
http://www.althingi.is/altext/136/s/0881.html
Atli Gíslason. 2009. Þingræða, 11. mars. Sótt 31.mars 2015 á http://www.althingi.is/
altext/raeda/136/rad20090311T155554.html
Ákvörðun Hæstaréttar. 2011, 25. janúar. Sótt 31. mars 2015 á http://www.haestir-
ettur.is/control/index?pid=1109
Birkir J. Jónsson. 2009. Þingræða, 10. mars. Sótt 31. mars 2015 á http://www.alt-
hingi.is/altext/136/03/r10150053.sgml
skírnir
15 Höfundur þakkar Vilhjálmi Árnasyni og ritstjóra Skírnis fyrir gagnlegar ábend-
ingar. Drög að þessari grein hafa verið fluttar á nokkrum fyrirlestrum meðal ann-
ars vinnustofum á vegum rannsóknarverkefnisins Hvað einkennir íslenskt
lýðræði? Starfsvenjur, gildi og skilningur, sem hefur notið styrks frá Rannís. Þá
er greinin hluti af verkefni sem hefur verið styrkt af EDDU öndvegissetri.
Skírnir vor 2015.qxp_Layout 1 16.4.2015 15:47 Page 139